Wrangler með rakagefandi gallabuxur

lizzie_jagger

Fljótlega mun Wrangler koma með fyrstu rakagefandi gallabuxurnar á markað en línan kallast Denim Spa Therapy for Legs. Buxurnar eru sagðar hafa þann eiginleika að verja húðina fyrir gallaefninu sem vill oft á tíðum þurka hana upp. Wrangler buxurnar koma í þremur mismunandi útgáfum Aloe Vera og Olive Extract sem innihalda náttúruleg rakagefandi efni meðal annars úr apríkósum og passion ávöxtum og Smooth Legs sem innihalda að auki efni sem koma í veg fyrir og draga úr appelsínuhúð.

Í kynningu fyrir nýju línuna segist fyrirsætan Lizzie Jagger finna mun húðinni og fæturnir séu mýkri en vanalega eftir að ganga í nýju Wrangler buxunum í aðeins einn dag.

Nú þurfum við varla annað en skella okkur í gallabuxurnar til að fá fullkomna leggi!

Of gott til að vera satt, eða hvað?

gb_wrangler

gb_wrangler_dark

gb_wrangler_mid_denim

ljagger_wrangler

[fblike style=“standard“ showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“]

[fbshare type=“button“]

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!