Uppskrift: Ferskar Vorrúllur

Viðja Jónasdóttir vakti mikla athygli þegar hún átti Instagram vikunnar hjá okkur fyrir stuttu síðan. Viðja er ekki bara með fallegan stíl heldur eldar hún einnig hollan og góðan mat og tekur einstaklega girnilegar myndir af honum. Við fengum Viðju til að galdra fram máltíð og deila með okkur uppskriftinni ásamt myndum. Við erum spenntar að prófa!

11143220_10207383533293693_2761147961885316062_n

Við gefum Viðju orðið: 

Ég ákvað að deila með ykkur uppskrift af gómsætum vorrúllum. Rúllurnar eru hollar, einfaldar í framkvæmd og ekki skemmir fyrir hversu fallegar þær eru. Sjálf er ég ekki lærð í matargerð né neitt undrabarn í því að elda. Ég hef þó gaman af eldamennsku þó ég hafi nú ekki komist að því fyrr en fyrir tveimur árum þegar ég ákvað að taka til í mataræðinu hjá mér.

Smátt og smátt hef ég prófað mig áfram og stundum ganga hugmyndirnar upp og stundum ekki. Þannig var það með mig og þannig er það víst með lang flesta sem prófa sig áfram í matargerð. Svo ég hvet ykkur til að halda áfram að fikta og ekki gefast upp. Persónulega legg ég mesta áherslu á að nota ekki mikið af unnum matvörum og að vera með „hreinar“ uppskriftir.

1

Ég bjó til ferskar vorrúllur. Í grunnin eru þær hríspappír (rice paper), fylling og ídýfur. Í rúllurnar sjálfar er hægt að setja hvað sem ykkur dettur í hug, mínar voru fylltar með fersku grænmeti og kjúkling. Rúllurnar voru síðan bornar fram með þrem mismunandi sósum, tvær þeirra voru heimagerðar og sú þriðja (Thai Sweet Chili) er einfaldalega hægt að grípa með útí búð, því stundum hefur maður bara ekki tíma til að búa til sína eigin sósu.

32

Vorrúllur:

1 rauð paprika

1 gul paprika

5 gulrætur

2-3 avokado

Helmingur af litlum rauðkálshaus

Stór lúka af  baunaspírum

Stór lúka af ferskum coriander

Vorlaukur

2 Kjúklingabringur

Vorrúllu hríspappír

Byrjið á því að skera paprikurnar, gulræturnar, vorlaukin og rauðkálið í jafn langar lengjur. Hreinsið og snyrtið baunaspírurnar. Takið avocadoin, skerið þau í helming, fjarlægið steinin, og svo með stórri skeið fjarlægið kjötið frá skinninu og skerið þunnar, sneiðar úr því. Saxið kóríanderinn eða týnið af laufin.

Kryddið kjúklingarbringurnar eins og ykkur sýnist. Ég notaði hvítlaukssalt, sjávarsalt, papriku og pipar. Eldið þær á pönnu og þegar þær er tilbúnar og búnar að kólna smá má skera þær í þunnar sneiðar.

65

Hitið vatn í katli og setjið í stóra skál eða hitið vatn í öryblgjunni í stórri skál, leyfið því að kólna. Best er ef vatnið er volgt. Dýfið hríspappírnum í vatnið í 10 sekúndur og leggjið á rakt viskustykki. Byrjið að stafla grænmetinu eins og hentar ykkur best. Persónulega, þá byrja ég oftast á að leggja avocadoið neðst, rauðkálið og paprikunar næst, gulræturnar og baunaspírurnar í miðjuna. Næst setti ég kjúklingabita og svo kóríander lauf efst og byrjaði svo að rúlla. Leggið grænmetið og kjúklinginn sirka í miðjuna á pappírnum, breiðið einni hlið pappírsins yfir staflan, beygjið inn hliðarnar og rúllið restinni upp eins og sjá má á myndunum. Haldið áfram að búa til rúllur þangað til að þið eruð búin með hráefnin. Ekki pirra ykkur á því ef einhverjar rúllurnar mistakast og rifna, það gerðist líka hjá mér, notið bara innihaldið úr þessari sem mistókst í næstu rúllu og prófið aftur.

87

Sterk Hnetusósa: 

3 msk vatn

3 msk gróft eða fínt hnetusmjör

3 msk hoisin sósa

1-2 tsk  sirarcha sósa

Setjið vatn, hnetusmjör, hoisin sósu og sirarcha sósu í skál og blandið vel saman (hvort þið setjið 1 eða 2 teskeið af sirarcha sósu fer eftir hversu sterka þið viljið hafa hana), hitið sósuna í allt að hálfa mínútu til að mýkja hnetusmjörið og hrærið öllu vel. Berið fram eins og er, eða með söxuðum hnetum ofaná.

9

Súrsæt Sósa:

1 tsk engifer

1 Sítróna

1 hvítlauksrif

1 tsk Hunang

3 msk soya sósa

1 tsk af papríkuflögum

1 tsk af söxuðum graslauk

Kreistið eina sítrónu í skál, bætið 3 matskeiðum af soya sósu, pressið matskeið af engiferi og stórt hvítlauksrif og bætið úti, setjið teskeið af hunangi, paprikuflögum og grasklauk og blandið öllu saman.

Njótið!

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!