Tískuannáll 2014

Ég óska lesendum NUDE magazine kærlega fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða og óska ykkur velfarnaðar á nýju ári. Á meðan við tökum nýju ári fagnandi er vel við hæfi að rifja upp þá hluti, fólk, fyrirbrigði og atburði sem stóðu upp úr í tískuheiminum á árinu sem leið.

Normcore

shotbydenisstenild

Orðið normcore var á allra vörum þetta árið og margir furðuðu sig á þessu mótsagnakennda tískutrendi. Hlutir á borð við mömmugallabuxur, stuttermaboli og strigaskó, sem hafa verið á bannlista hinna tískumeðvituðu um áraraðir, fengu uppreisn æru á árinu sem leið. Í ofanálag var trendið algengasta tískutengda uppfletting ársins á google.

Gemma snýr aftur

gemma-ward-prada-spring-2015-ad-campaign

Ástralska ofurfyrirsætan Gemma Ward snéri aftur til starfa eftir sex ára hlé og tók að sér að vera andlit vorlínu Prada. Samfélagsmiðlar loguðu í kjölfar tilkynningarinnar.

Andlát Oscar De La Renta

rs_634x1024-141020184304-634.Oscar-de-la-Renta.ms.102014

AP 2014 MET MUSEUM COSTUME INSTITUTE BENEFIT GALA A ENT USA NY

Einn ástsælasti tískuhönnuður allra tíma kvaddi þetta líf á árinu en hann varð 82 ára gamall. Engin hætta er þó á því að merkið hverfi af sjónarsviðinu því fjölskylda De La Renta mun halda áfram að framleiða föt undir sama nafni.

Endurfæðing Kim Kardashian

article-2599937-1CE8E3B200000578-567_634x865

hbz-the-list-best-of-2014-north-west-givenchy-456275678-sm

Ár 2014 var sannarlega stórt hjá Kim Kardashian. Hún vann loks hug og hjörtu tískuheimsins og er nú viðurkennd af flestum tískuritum sem ein af best klæddu stjörnunum. Það er því helst að þakka að fatastíll hennar hefur þróast mikið og þykir mun fágaðri en hann hefur verið undanfarin ár. Kim sat fyrir á fjölmörgum forsíðum, þ.á.m. hjá Vogue, og sat ætíð framarlega á sýningum á tískuvikunum ásamt eiginmanni sínum (og stundum barni).

Lupita Nyongo

lupita-feature-copy

Hin unga leikkona sló ítrekað í gegn á rauða dreglinum á fjölmörgum verðlaunahátíðum með óaðfinnanlrgum klæðaburði sínum og þokka. Eftir árið er hún í miklu uppáhaldi hjá tískuspekúlöntum um allan heim.

Endurkoma Superstar skónna

Street-Style-May-201557

Adidasskórnir hafa legið í dvala undanfarin ár en þessi sérstaka týpa hefur verið framleidd í heil 40 ár. Nú loksins virðast þeir hafa náð aftur fyrra flugi og verða jafnvel enn vinsælli á nýja árinu.

Sjónarspil hjá Chanel

Screen Shot 2014-03-07 at 11.30.38 PM

???????????????????????????

Frumleg nálgun Chanel á tískusýningar vakti mikla athygli. Karl Lagerfeld kann að skemmta sér og öðrum með því að bregða út af vananum og bauð hann upp á tvær einstakar upplifanir á árinu 2014. Chanel-súpermarkaðnum og Chanel-byltingunni verður ekki gleymt í bráð.

Ris Kendall Jenner

237E959500000578-2849010-image-12_1416931441655

Hin unga Kardashian-systir Kendall var ekki lengi að skjótast upp á stjörnuhimininn. Árinu 2014 varði hún í að sanna í eitt skipti fyrir öll að hún ætti fullt erindi í tískubransann. Hún landaði hverju stórverkefninu á fætur öðru og virðist vera komin til að vera.

Apple úrið kynnt til sögunnar 

Apple-Watch-logo-main1

Apple úrið var loks afhjúpað í haust. Það má deila um fagurfræðilegt gildi þess en hver veit nema úrið verði ómissandi fylgihlutur áður en langt um líður.

Tískan og Instagram

61166_960n

04-kendall-jenner-instagram-beauty

Forritið sívinsæla festi sig í sessi sem kjörinn vettvangur fyrir tískudrósir. Það þykir sniðugt að fylgja tískufyrirmyndum sínum á Instagram og fylgjast þannig með nýjustu straumum. Cara Delevingne er vinsæl á Instagram, sem og Kendall Jenner en hún valdi þann vettvang til að tilkynna formlega að hún hefði skrifað undir samning við snyrtivörurisann Esteé Lauder.

Rihanna á CFDA verðlaununum

2014 CFDA FASHION AWARDS - Arrivals

Kvöldið sem Rihanna tók við verðlaunum frá CFDA (fatahönnunarfélag Bandaríkjanna) fyrir að vera ein helsta tískufyrirmynd heimsins kaus hún að klæðast netakjól eftir Adam Selman sem alsettur var 230.000 Swarovski kristöllum. Kjólinn var svo gegnsær að nakinn líkami söngkonunnar naut sín talsvert betur en efniviðurinn sjálfur.

#CastMeMarc

110f8f00-39fe-47c7-969f-0dd22b912c20 image-5

Marc Jacobs hrinti af stað fyrirsætuleit á samfélagsmiðlinum Twitter í júní þar sem hann leitaði að nýjum andlitum fyrir haustlínu sína. Alls 70.000 notendur gáfu færi á sér með titlinum #CastMeMarc en 30 manns hvaðanæva úr heiminum komust í úrslit. Níu af þeim komust síðan alla leið og birtust í auglýsingaherferð fyrir merkið.

Alexander Wang fyrir H&M

16-alexander-wang-hm-lede.w529.h352.2x

Samstarf tískuhönnuðarins við fatarisann vakti mikla lukku á árinu, svo mikla að netverslunin hrundi undan álagi daginn sem fötin fóru í sölu. Þau seldust að sjálfsögðu öll upp samdægurs.

Tískupartí ársins hjá Carine Roitfeld

CR_208 copie_1026_770_resize_90

Hin óviðjafnanlega tískuritstýra fagnaði útgáfu Fashion: Icons myndaþáttarins sem hún stýrði í Harper’s Bazaar og hélt veislu ársins í tilefni þess á Plaza hótelinu í New York. Forsíðufyrirsætan Lady Gaga kom fram en meðal gesta voru Karl Lagerfeld, Kanye West, Justin Bieber, Cara Delevingne og Kate Moss.

Jean Paul Gaultier

a57be194b846d9bb_org-1-940x610

Jean-Paul-Gaultier-Spring-2015

Þetta var stórt ár fyrir Gaultier sem gaf út línu í samstarfi við Lindex í haust og tilkynnti stuttu síðar um að næsta tískusýning hans yrði jafnframt sú seinasta, a.m.k. af ready-to-wear. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að því að þróa ilmi og gera hátískuföt.

[fblike showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“][fbshare type=“button”]

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!