Það sem þú gerir skilgreinir þig #superrolemodel

Það sem þú gerir skilgreinir þig. 

Eru skilaboðin sem vorherferð Lindex stendur fyrir árið 2015, með Christy Turlington Burns, Liya Kebede og Tony Garrn sem eru “superrolemodel” Lindex.

Lindex #SuperRoleModel spring campaign (1)Lindex vorherferðin snýr að fegurðinni sem liggur í því sem þú gerir ásamt því hvernig þú kemur fyrir.  Herferðin varpar ljósi á þrjár fallegar konur sem einnig eru þekktar fyrir að láta gott af sér leiða utan tískuheimsins, sem gerir þær að því sem við köllum “superrolemodel”.

Ég hef lært að það er það sem maður gerir með það sem maður hefur og hvernig maður gerir það  sem skiptir máli.  Mér finnst frábært hvernig þessi herferð gefur okkur Toni, Liya og mér tækifæri á að varpa ljósi á það sem við erum að gera meira en einungis að vera tískumódel. Ég tel að þetta sé jákvætt dæmi til að sýna að engin okkar erum það sem sýnist í fyrstu og allir hafa tækifæri til að gera meira

-Christy Turlington Burns.

Fyrir utan þá staðreynd að Christy, Liya og Toni eru vel þekktar fyrirsætur þá hafa þær einnig sýnt ábyrgð gagnvart samfélagslegum verkefnum, að miklu leyti sem miðar að móðurhlutverkinu og börnum.  Samfélagsverkefnin sem þær eru þátttakendur í eru Every Mother Counts (www.everymothercounts.org), Liya Kebede Foundation (lkfound.org) og Plan International – Because I am a Girl (www.plan-international.org/girls).  Til að styðja við þessi samtök mun Lindex bjóða #superrolemodel bol þar sem allur ágóði mun renna til ofangreindra samtaka þessara kvenna.

Lindex, sem leggur mikið upp úr mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar mun á meðan á þessari herferð stendur styða Wateraid (www.wateraid.org) í gegnum uppákomur í verslunum Lindex og með því að gefa 10% af allri sölu í sérstökum opnunum í kringum herferð þessa.

Staðreyndir um Wateraid
Wateraid er sjálfstæð alþjóðleg stofnun sem vinnur að því að breyta lífi fólks í gegnum bætt aðgengi að hreinu vatni, hreinlæti og frárennsli í fátækustu ríkjum heims.  Wateraid vinnur í 27 löndum um heim allan og Lindex hefur verið frá 2014 samstarfsaðili samtakanna.  Viðfangsefni samtakanna og vatns er mikilvægt Lindex og er hluti af langtíma samfélagsskuldbindingu fyrirtækisins.  Að hluta til er þetta vegna þess að vatn er mikilvægt textílframleiðslu en að öðru leyti vegna þess að vatn er lífsnauðsynlegt mannlegri tilvist.

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!