MUST HAVE: Smashbox Full Exposure

3

Ég var búin að bíða lengi eftir að nýja Smashbox Full Exposure augnskuggapallettan kæmi til landsins (ólíkt leit minni að eiginmanni, þá kom pallettan á endanum). Pallettan var allt sem ég hafði óskað mér og meira en það. Úthugsuð samsetning lita og áferða gerir þessa augnskuggapallettu eina þá stórkostlegustu sem á snyrtivörumarkað hefur komið.

Í eitt og hálft ár hef ég skrifað um snyrtivörur fyrir NUDE Magazine og kann því vel að meta úthugsaðar vörur, líkt og þessa pallettu, og jafnframt tel ég að úthugsuð snyrtivara veiti neytandanum þá virðingu sem hann á skilið. Á Íslandi virðist Smashbox vera tiltölulega vanmetið snyrtivörumerki, þó ég hafi ekki hugmynd um hvers vegna. Vörurnar frá þeim eru flestar vel úthugsaðar fyrir þarfir neytandans, fallegar, líflegar og pakkningarnar frábærar.

2

 Aftan á augnskuggapallettunni er kóði sem hægt er að skanna og þá verður beint inn á YouTube síðu Smashbox þar sem Lori Taylor Davis, einn af aðal-förðunarfræðingum Smashbox, kennir áhorfendum hvernig skal nota pallettuna á ýmsa vegu.

Smelltu HÉR til að fara á YouTube síðu Smashbox!

2b

Smashbox Full Exposure augnskuggapallettan virðist vera sem kjarnorkusprengja á snyrtivörumarkaðinn. Hún sækir innblástur í sumar af mest seldu augnskuggapallettum heims (t.d. Urban Decay Naked palletturnar) en gerir þó mun betur en þær, þar sem Smashbox býður neytandanum val á milli mattra og sanseraðra augnskugga. Með þessu hentar pallettan öllum aldurshópum og augngerðum.

3a

6

7

Smashbox Full Exposure augnskuggapallettan samanstendur af hvorki meira né minna
en 14 augnskuggum!!
Þeir spanna nánast allan litaskalann, frá ljósum yfir í dökka, og má nota dökku augnskuggana
meðal annars sem eyelinera.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af augnskuggunum í pallettunni og á handarbaki.

44a

 

55a

 Ég yfirleitt hendi strax burstum sem fylgja augnskuggapallettum (vanþakklætið í hámarki), því oftast gera þeir ásetningu vörunnar erfiða og misjafna (ég er að tala um þig stutti, litli svampbursti). Smashbox yljaði mér því um hjartarætur með þessum fallega bursta sem fylgir augnskuggapallettunni.

Á öðrum enda burstans er bursti til að blanda augnskuggann á augnlokinu (svipaður MAC 217) og á hinum endanum er bursti til að setja augnskuggann á augnlokið (svipaður MAC 239). NEMA HVAÐ, síðarnefndi burstinn er tvíhliða. Öðru megin eru hvít hár, fyrir möttu augnskuggana, og hinu megin eru svört hár til að nota í sanseruðu augnskuggana. Með þessu ertu með bursta sem er sérhannaður fyrir áferð augnskugganna.

10

9

 

Úthugsun pallettunnar virðist vera endalaus. Ekki nóg með blöndu af áferðum augnskugganna, og blöndu af augnskuggaburstum, þá fylgir pallettunni leiðarvísir að því hvernig skuli farða sig út frá lagi augna þinna. 

13

14

15

16

18

19

 

Það kemur kannski engum á óvart að ég er yfir mig hrifin af þessari augnskuggapallettu. Ekki nóg með að hún sé gjörsamlega úthugsuð fyrir neytandann, þá eru þetta hugsanlega ein bestu kaup sem hægt er að gera hvað varðar magn og verð. Eins og ég sagði hér að ofan er Smashbox stundum vanmetið merki og mæli ég með því að þið kíkið við hjá þeim og skoðið vörur þeirra vel. Ennþá hefur ekki ein einasta vara frá þeim klikkað og unnu þrjár vörur þeirra til NUDE Beauty Awards, BB kremið þeirra, Halo kinnalitirnir og augabrúnapúðrið.

P.s. Smashbox Always Sharp augnblýantarnir eru svakalegir!
Smashbox-Always-Sharp-3D-2014

 

[fblike style=“standard“ showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“]

[fbshare type=“button“]

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!