Raf Simons Yfirgefur Dior

Belgíski fatahönnuðurinn Raf Simons hefur tilkynnt að starf sitt sem listrænn stjórnandi hjá Dior sé nú á enda. Simons tók við af John Galliano fyrir þremur og hálfu ári síðan, og hlaut góða gagnrýni aðdáenda í fyrir störf sín hjá fyrirtækinu. Eftir að hafa sýnt vorlínuna á síðastliðinni tískuviku í París opinberaði Simons ákvörðun sína og sagði hana vera meðal annars vegna persónulega ástæða og annarra verkefna. Hann segist þakklátur fyrir að hafa fengið að skrifa nokkrar blaðsíður í sögubók Dior og Bernard Arnault, framkvæmdastjóri Dior hefur opinberlega þakkað Simons fyrir vinnu sína.

Strax eru komnir af stað orðrómar um hver mun vera ráðin/n í stað Simons, og hafa nöfn Riccardo Tisci og Jonathan Anderson komið upp. Það verður spennandi að heyra hver taki við og hvort viðkomandi nái að standa undir háum væntingum Dior aðdáenda, og ekki síður hvað taki nú við hjá Raf Simons sjálfum.

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!