Ódýrari Snyrtivörur Sem Við Mælum Með

Það er stundum sem veskið leyfir ekki háar upphæðir í snyrtivörukaup, en þá er gott að vita af ódýrari möguleikum sem eru oft alveg jafn góðir, ef ekki betri en það sem telst til merkjavara. Hér er listi af nokkrum vinsælum „drugstore“ snyrtivörum sem við mælum með.

Augu


Tenacious-Teal_pack-shotMaybelline Color Tattoo 24H Cream Gel Eyeshadow
Þessi krem-augnskuggi endist eilífð á augnlokunum. Hægt er að setja hann á með eyeliner bursta og nota til þess að gera línur eða cat-eyeliner, eða dreifa úr honum yfir augnlokið. Ef dreift er úr honum er best að gera það hratt því eftir hann þornar getur verið erfitt að eiga við hann. Augnskugginn fæst í mörgum fallegum litum

2255435
Rimmel Scandal Eyes Waterproof Kohl Liner
Rimmel fæst því miður ekki á Íslandi, en það er þess virði að byrgja sig upp af þessum þegar farið er erlendis. Augnblýantur sem virkar jafn vel undir augnskugga sem og á vatnslínuna, og endist mjög lengi án þess að smita eða nuddast af. Þessi blýantur fæst líka í nude, sem er snilld á innanverð augun og augnkrókana til að birta upp þreytt augu.

2222035
L’oréal Voluminous Million Lashes Mascara
Maskari sem þykkir og lengir, og leyfir nokkrar umferðir án þess að verða klesstur þar sem burstinn er úr gúmmí og aðskilur vel. Julia Roitfeld mælir meira að segja með þessum:

What I find is that you don’t need to go for fancy mascara—I always get the L’Oréal ones from the drugstore. I get the gold tube, Voluminous Million Lashes in Black. It’s amazing—even my mom’s using it now.

Varir

original_CW

Maybelline Color Drama Lipstick
Þessi virkar eiginlega sem varalitur og varablýantur í einni vöru. Það er allavega óþarfi að setja varablýant undir þennan þar sem hann helst mjög vel á einn og sér, og auðvelt er að móta varirnar með honum. Varaliturinn er nánast mattur en samt mjúkur og þurrkar ekki varirnar eins og margir aðrir mattir litir.

TLB_Forest_Flower Burt’s Bees Tinted Lip Balm
Varasalvi með smá lit, sem nærir varirnar og gefur fallega áferð á sama tíma. Auðveldur í notkun og hentar vel til að poppa upp dagförðun sem og fyrir þær sem ekki vilja vera mikið farðaðar dagsdaglega.

Húð

loreal-coverup-300_3 L’oréal True Match Concealer
Fljótandi hyljari sem bæði hylur og dreifist ótrúlega vel. Frábær til að hylja roða og/eða lýsa upp svæði t.d. í kringum augun. Við mælum með því að nota Beauty Blender eða álíka svamp til að dreifa úr honum, eða bursta eins og Real Techniques Duo-Fiber Brush.

8847202877470Bourjois Delice de Poudre Bronzing Powder
Þessi vara hefur verið á markaðnum í þónokkuð mörg ár og á mikið af dyggum aðdáendum. Hún er með smá ilm sem minnir á súkkulaði og gefur fallega sólkyssta áferð á húðina.

healthy_mix_serum_foundationBourjois Healthy Mix Foundation
Frekar léttur farði sem gefur samt þónokkra þekju og hentar sérstaklega vel fyrir sumarið. Förðunarfræðingurinn Lisa Eldridge mælir með þessum farða og er með hann í sinni persónulegu snyrtitösku, sem nokkurn vegin sannar gæði hans.

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!