Núllstilling eftir hátíðarnar

Þá er janúar mættur á svæðið eina ferðina enn með myrkrið, kuldann og sykursjokkið. Eflaust hafa mörg nýársheitin verið að þrumast í ræktina og elda einungis upp úr Himneskt, nýju bókinni hennar Sollu (sem er btw meiriháttar). En galdurinn við að breyta um lífsstíl er að flýta sér hægt því vonandi mun „the new me“ endast aðeins lengur en til marsmánaðar. Þetta er jú kallað lifsstíll af ástæðu. Hér að neðan eru nokkur hollráð sem eru auðveld í framkvæmd en mjög árangursrík bæði fyrir líkamlega og þá sérstaklega andlega heilsu.

 

Að byrja morguninn rétt er gulls ígildi. Gott er að koma heila og líkama af stað með nokkrum teygjuæfingum.

7

Stattu með gott bil á milli fóta, gríptu um báða olnboga og láttu þig síga fram. Gott er að vagga sér til hliðanna. Passaðu að læsa ekki hnjánum.

5

Teygðu aftan á fætinum með því að skella honum upp á nálægt húsgagn og halla þér eins langt fram og þú getur.

3

Láttu þungann hvíla á aftari fæti og haltu jafnvægi með hinum. Gott er að styðja hendina líka við. Hina hendina skaltu teygja hátt upp í loft og aðeins til hliðar til að fá teygju alveg frá mjöðm og upp hendina.

4

Sestu niður, leggðu hægri hendina á vinstra hnéð og snúðu efri líkamanum til vinstri.

2

Teygðu á handleggnum með því að standa í báðar lappir, leggja aðra höndina upp að vegg og snúa þér frá veggnum. Passaðu bara að hafa hendina ekki of neðarlega en það er allt í lagi að hafa hana ofarlega.

Að mastera uppskrift af góðum smoothie er nauðsynlegt ef maður er að drífa sig á morgnanna eða vantar eitthvað gott millimál. Hér eru þrjár einfaldar uppskriftir:

 • Hindberja og hnetu smoothie: 
  1 bolli mjólk (venjuleg eða möndlu t.d.)
  1 bolli frosin hindber
  1/2 banani
  teskeið hnetusmjör (eða möndlusmjör)
  teskeið hunang
 • Mango smoothie
  1 bolli frosið eða ferskt mango
  1/2 bolli mjólk
  1/2 bolli ís
  1/4 bolli jógúrt (eða ab mjólk)
  teskeið hunang
 • Döðlu smoothie
  1 bolli möndlumjólk
  1/2 bolli döðlur (látnar liggja í mjólkinni í amk 15 mínútur)
  1/2 bolli hafrar
  1/2 bolli ís

Allt sett í blandara og blandað!

White Bed Sheets

Góður svefn

 • Vertu búin að borða 2-3 tímum fyrir háttinn
 • Slökktu á raftækjum klukkutíma fyrir svefn (þetta verður erfitt!)
 • Í stað þess að horfa á sjónvarp um kvöldið, taktu þá léttan göngutúr 2 tímum fyrir svefn (þetta svínvirkar og er sjúklega ávanabindandi)
 • Blandaðu saman nokkrum dropum af uppáhalds ilmolíunni þinni við vatn í spreybrúsa og spreyjaðu yfir sængurfötin einu sinni til tvisvar í viku. Þannig skilyrðist lyktin og maður verður strax syfjaður.
No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!