Næturmaskar sem geta bjargað húðinni þinni

Screen Shot 2016-05-22 at 11.55.09
View Gallery
4 Photos
Girnilegur hlaup-maski sem gerir húðina frísklega, endurnærða og slétta með því að veita henni raka á hátt sem innblásinn er af kóreskum húðvörum. Hentar öllum húðtegundum. Auðveld leið til að gera vel við sig þegar lítill tími og orka er fyrir hendi.


Dior  11.399
Næturmaskar sem geta bjargað húðinni þinni
Hydra life Jelly Sleeping Mask

Girnilegur hlaup-maski sem gerir húðina frísklega, endurnærða og slétta með því að veita henni raka á hátt sem innblásinn er af kóreskum húðvörum. Hentar öllum húðtegundum. Auðveld leið til að gera vel við sig þegar lítill tími og orka er fyrir hendi. Dior 11.399

Eins og nafnið gefur til kynna vinnur þessi maski gegn vissum einkennum öldrunar. Með reglulegri notkun eykur hann mýkt og þrýstni húðarinnar. Áferðin á maskanum er frekar óvenjuleg en best er að nota skeið sem fylgir til að skammta, nudda síðan maskanum á húðina og leyfa honum að vinna yfir nótt.

The Body Shop  4.990
Næturmaskar sem geta bjargað húðinni þinni
Drops of youth

Eins og nafnið gefur til kynna vinnur þessi maski gegn vissum einkennum öldrunar. Með reglulegri notkun eykur hann mýkt og þrýstni húðarinnar. Áferðin á maskanum er frekar óvenjuleg en best er að nota skeið sem fylgir til að skammta, nudda síðan maskanum á húðina og leyfa honum að vinna yfir nótt. The Body Shop 4.990

Shiseido segir þennan gel-maska vera eins og góðan nætursvefn í krukku og hann stendur alveg undir væntingum þótt auðvitað sé nauðsynlegt að fá alvöru svefninn samhliða. Í maskanum eru vítamínhylki sem bráðna á húðinni og skila geislandi og endurnærðri húð.


Shiseido  8.199
Næturmaskar sem geta bjargað húðinni þinni
Ibuki Beauty Sleeping Mask

Shiseido segir þennan gel-maska vera eins og góðan nætursvefn í krukku og hann stendur alveg undir væntingum þótt auðvitað sé nauðsynlegt að fá alvöru svefninn samhliða. Í maskanum eru vítamínhylki sem bráðna á húðinni og skila geislandi og endurnærðri húð. Shiseido 8.199

Maski sem dregur fram ljómann í húðinni og græðir hana. Í Nutri Gold-línunni er einblínt á græðandi og róandi eiginleika. Eins og marga aðra næturmaska má einnig nota hann sem næturkrem. Þá er örlítið minna magn borið á, dreift vel úr og nuddað inn í húðina. 


L'oréal  3.419
Næturmaskar sem geta bjargað húðinni þinni
nutrigold

Maski sem dregur fram ljómann í húðinni og græðir hana. Í Nutri Gold-línunni er einblínt á græðandi og róandi eiginleika. Eins og marga aðra næturmaska má einnig nota hann sem næturkrem. Þá er örlítið minna magn borið á, dreift vel úr og nuddað inn í húðina.  L'oréal 3.419

Loforðin eru oft öfgakennd þegar kemur að húðvörum. Þá sérstaklega þeim sem vinna gegn öldrun og þreytu en það er auðvitað fátt sem kemur í stað góðs svefns, vatnsdrykkju og almenns heilbrigðis. Ótrúlega mikið er til af vörum sem virka hreinlega eins og galdrar þegar þær eru notaðar samhliða slíkum venjum, þar á meðal þessir dásamlegu næturmaskar sem við höfum tekið saman. Þeir eiga það allir sameiginlegt að gefa mikinn raka sem sléttir úr fínum línum sem rekja má til þurrks og þreytu auk þess sem þeir innihalda ýmis vítamín og efni sem græða húðina á meðan hún hvílist.

Lestu um fleiri spennandi vörur í Lífsstíl, tímariti sem við unnum nýlega fyrir Smáralind SMELLTU HÉR

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!