Mario Badescu í Einveru!

Snyrtivörurnar frá Mario Badescu voru nýlega teknar í sölu hér á landi. Merkið á sér langa sögu en það var stofnað árið 1967 í New York og er í uppáhaldi hjá mörgum Hollywood stjörnunum. Verslunin Einvera á Laugavegi 35 er með vörurnar í sölu og við kíktum í heimsókn til að skoða úrvalið og fengum að fræðast um nokkrar vörur til að segja ykkur frá.

mario2

Líklega þekktasta varan frá Mario er hið svokallaða ,,Drying lotion“ sem kemur sér vel í stríðinu gegn bólum. Varan inniheldur efnablöndu sem maður einfaldlega dreifir á staðinn þar sem bóla hefur eða er að myndast og hún þurrkar svæðið upp sem verður til þess að bólan snarminnkar eða einfaldlega hverfur!  Drying lotion kostar 3.290 á heimasíðu Einveru. 

mario1

Rakasprey eru áberandi um þessar mundir enda hrikalega frískandi að spreyja framan í sig í gegnum daginn þegar húðina vantar upplyftingu. Spreyið frá Mario ilmar af rósailm og er yndislega frískandi. Spreyið má nota yfir og undir make-up. Einnig má nota spreyið sem einskonar ,,setting sprey“ þegar lokið er við förðun til að lengja endingartíma hennar. Spreyið sem við fengum að prófa í Einveru er 117 ml., fullkomin stærð í töskuna og kostar litlar 1790 kr. Fáanlegt HÉR. 

Sjúklega girnilegar vörur og við getum ekki beðið eftir að prófa meira..! Það sem er helst að freista í augnablikinu er Kiwi andlitsskrúbburinn frá merkinu, hljómar hrikalega frískandi, og Vitamin C-serumið sem inniheldur eins og nafnið gefur til kynna C-vítamín sem er lykilþáttur í kollagen framleiðslu húðarinnar.

Gaman að sjá ný og spennandi merki bætast í snyrtivöruflóruna!

Smelltu hér til að skoða nýjasta tölublað NUDE magazine

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!