Make Up Must Have: Lancôme Blush Subtil Palette

l9

Í heimi snyrtivara gerast hlutirnir hratt. Við erum alltaf að rekast á spennandi vörur en það er ekkert betra þegar lífið er einfaldað með því að setja allt í eina vöru.

Hin nýja Blush Subtil Palette (limited edition) frá Lancôme einfaldar okkur svo sannarlega hlutina. Hún inniheldur þrjá kinnaliti sem hver hefur sitt hlutverk. Fyrsti liturinn er notaður í skyggingu, miðjuliturinn er kinnalitur og þriðji liturinn er highlighter. Hægt er að nota alla litina þrjá saman, alla í sitthvoru lagi og allt eftir því hvernig þú vilt nota þá.

Pallettan er ilmlaus og ofnæmisprufuð. Hún kemur í tveimur litum. Rose Flush er ljósari með köldum tónum og Nectar Lace er örlítið dekkri með hlýjum tónum.

Hér fyrir neðan sýnum við þá síðarnefndu, Nectar Lace. 

l1

Það sem lét okkur virkilega falla fyrir pallettunni er fyrsti liturinn, skyggingarliturinn, því hann virðist vera fullkominn til að ýkja skugga andlitsins. Hann er örlítið grátóna, sem lætur hann tóna við náttúrulega skugga andlitsins, og ekki verra að hægt er að nota hann einan og sér sem bronzer. Þetta tryggir þér náttúrulega útkomu. Púðuragnirnar í kinnalitunum eru fínlega malaðar, mjúkar og gerir það ásetningu mjög auðvelda fyrir byrjendur sem og lengra komna.

Ef þú ert byrjandi í snyrtivörum, ekki hafa áhyggjur, Lancôme lætur fylgja með leiðarvísi sem leiðir þig skref fyrir skref í gegn um ferlið.

l5Frá vinstri til hægri: 1. Skyggingarlitur, 2. Kinnalitur, 3. Highlighter

1. Skygging
Þú byrjar á litnum lengst til vinstri, skyggingarlitnum. Þessi litur er einstaklega mildur svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að setja of mikið á þig. Settu smávegis á lítinn púðurbursta, sogaðu kinnarnar inn og settu litinn inn í holurnar sem myndast (undir kinnbeinunum) með léttum strokum fram og til baka. Leyfðu litnum að berast úr burstanum og á húðina hægt og sígandi í stað þess að dýfa burstanum alltaf aftur í litinn. Þegar þú telur að allur litur sé kominn úr burstanum, og þú vilt meiri skyggingu, skaltu endurtaka ferlið. Ef þú vilt skyggja aðra hluta andlitsins geturðu prufað að setja þennan lit undir kjálkabeinin, borið litinn í fellingu augnanna og sitthvoru megin meðfram nefbeininu.

2. Kinnalitur
Næst seturðu á þig litinn í miðjunni, kinnalitinn. Það þarf aðeins örlítið af honum svo rétt dýfðu kinnalitaburstanum í litinn, brostu og berðu litinn á epli kinnanna.

3. Highlighter
Til að fullkomna útlitið seturðu á þig litinn lengst til hægri, highlighterinn. Þú setur hann á hæstu toppa andlitsins, svosem á kinnbeinin, upp við augun, undir augabrúnirnar, niður miðju nefbeinsins og jafnvel á ,,cubid’s bow“ efri varanna.

l2

Vonandi verður þú jafn hrifin af þessari pallettu og við!

P.s. Við erum líka svolítið skotnar í nýju Hypnose Star Eyes augnskugga-pallettunum frá Lancôme!

b_238069

[fblike style=“standard“ showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“]

[fbshare type=“button“]

 

 

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!