Lena Dunham + Lonely – Photoshop

lena-dunham-lingerie-campaign-01
Það kannast flestar okkar við undirfötin og sundfötin Lonely sem fást hjá herra Guðmundi Jör en færri kannast við herferðir merkisins. 

Hið nýsjálenska undirfatamerki leggur mikið upp úr því að mynda konur á nærfötunum eins og konur eru í alvöru á nærfötunum. Þess vegna þótti leikstjórinn, handritshöfundurinn og leikkonan Lena Dunham fullkomin í nýjustu herferð þeirra. Lena hefur lengi barist gegn photoshop og sýnir líkamann sinn óspart í þáttunum GIRLS. Eftir að hafa verið photoshoppuð fyrr á árinu af spænska tímaritinu Tentaciones tilkynnti hún að hér eftir myndi hún passa að verða ekki undir barðinu á photoshop af því að hún væri til í að þekkja sjálfan sig á myndum.

Screen Shot 2016-08-25 at 11.02.13
Vinkona hennar og meðleikona úr þáttunum Jemima Kirkie situr einnig fyrir á myndunum sem teknar eru í íbúð í Brooklyn. Mjög hrátt og töff og á að undirstrika, bæði með því að nota ekki studio og ekki heldur photoshop, að konur eru konur, ekki hlutir.
lena-dunham-lingerie-campaign-02Svo töff! 

Smelltu hér til þess að lesa nýjasta tölublað NUDE

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!