Lagerfeld styður baráttu samkynhneigðra

chanel-spring-summer-2013-haute-couture-show

Karl Lagerfeld olli engum vonbrigðum á Chanel Vor- og sumar 2013 Couture collection sýningunni. Hvað eftir annað komu glæsilegar fyrirsætur inná ævintýralegt sviðið og sýndu einstaklega fallegar flíkur. Við sáum mjög fjölbreytta línu með fjölbreyttu efnisvali en blúndur og miklar andstæður voru meðal annars mjög áberandi. Förðun var gothic style og hár og fylgihlutir voru með eins dramatísku ívafi og hugsast gæti, enda hefur sá partur sýningarinnar fengið einna hörðustu dómanna. En allt gekk þetta einhvernvegin upp á stórkostlegan hátt.

Hápunkturinn var þó án efa lok sýningaunnar þegar fyrirsæturnar Kati Nescher og Ashleigh Good héldust í hendur, ásamt guðsyni Lagerfelds, báðar klæddar brúðarkjólum. Þetta var að sögn Lagerfelds bein tilvísun til samstöðu með hjónaböndum samkynhneigða, en í Frakklandi er nú beðið þess að forseti Frakklands setji fram frumvarp þess efnis að leyfa hjónaband samkynhneigða. Þessi lög eru afar umdeild í Frakklandi og þó að kirkja og ríki hafi verið aðskilin þar í landi frá árinu 1904 virðist enn vera mikil mótspyrna gegn samkynhneigðum hjónaböndum, en hundruð manns tóku þátt í mótmælum gegn fyrirhuguðu frumvarpi þann 13. janúar síðastliðinn.

Áfram Lagerfeld!

fass-chanel-spring-2013-runway-68-v

 

fass-chanel-spring-2013-runway-66-v

 

fass-chanel-spring-2013-runway-65-v

fass-chanel-spring-2013-runway-53-v

fass-chanel-spring-2013-runway-60-v

fass-chanel-spring-2013-runway-51-v

fass-chanel-spring-2013-runway-48-v

fass-chanel-spring-2013-runway-30-v

fass-chanel-spring-2013-runway-13-v

fass-chanel-spring-2013-runway-05-v

fass-chanel-spring-2013-runway-42-v

fass-chanel-spring-2013-runway-39-vfass-chanel-spring-2013-runway-69-v

 

[fblike style=“standard“ showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“]

[fbshare type=“button“]

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!