Karl Lagerfeld ekki hættur

Maðurinn með sólgleraugun, sem flestum þykir sjálfsagt frekar undarlegur en okkur þykir frekar vænt um hefur ekki sýnt nein merki um að vera að fara frá Chanel.  Karl var ráðin til þeirra árið 1983 og hefur einnig siglt Fendi skipinu mjög vel samhliða því.

Screen Shot 2016-04-21 at 08.51.02
Sögusagnir fóru að berast af því að hann væri að hætta þegar tímaritið Page Six gaf það út að hann væri ekki heill heilsu og væri tilbúin til að hætta.
Lagerfeld virðist þó hvergi nærri hættur eftir að hann sást á setti fyrir tveimur dögum með fyrirsætunni Kendall Jenner þar sem þau voru mynduð saman. Þess má geta að Karl tekur allar myndir sjálfur fyrir herferðir Chanel og leikstýrir stuttmyndum þeirra. Einnig hefur hann sagt í viðtölum að það sé engin ástæði fyrir hann til þess að hætta, annars myndi hann deyja (og við líka). Einnig virðist hann vera á lífstíðar samningi hjá Chanel.

Smelltu hér til að lesa nýjasta tölublað NUDE

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!