Julia Roberts er andlit vorlínu Givenchy 2015

Hin margverðlaunaða stórleikkona Julia Roberts hefur verið valin andlit vorlínu Givenchy 2015. Þegar fréttirnar voru opinberaðar á mánudagskvöldið voru margir hissa á því að hún hefði orðið fyrir valinu. Þó að nafn hennar sé eitt það þekktasta í heiminum þykir hún leyndardómsfull og myndi seint teljast sólgin í sviðsljósið. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum Givenchy kemur fram að þeim þyki ímynd hennar samræmast fullkomlega skilgreiningu þeirra á nútímakonunni.

Julia-roberts-GIvenchy-Spring-Summer-2015-Campaign-Tom-Lorenzo-Site-TLO-2B

Í herferðinni sem skotin var af ljósmyndurunum Mert Alas og Marcus Piggott kemur Julia okkur aðeins öðruvísi fyrir sjónir en vanalega. Hún er í stórum axlabreiðum blazer jakka og algjörlega án farða. Það sem þykir hinsvegar óvenjulegt við myndirnar er að á þeim skartar leikkonan ekki perluhvíta brosinu sem hún er svo þekkt fyrir.

Riccardo Tisci, yfirhönnuður Givenchy, er himinlifandi með útkomuna. „Þegar maður vinnur með einhverjum sem er mjög vinsæll meðal almennings segir eðlishvötin manni oft að hækka í glamúrnum. En ég vildi bara hafa hana eins og hún kemur til dyranna, í svörtum jakka, karlmannsskyrtu og gallabuxum. Það er eitthvað sem við eigum sameiginlegt. Ég sagði við hana að það yrði engin hárgreiðsla og engin förðun. Ég bætti svo við að þar sem brosið væri hennar einkennismerki myndi ég vilja sleppa því alveg. Hún var mjög slök yfir þessu og sagði okkur að stökkva á þetta. Við gerðum það og ég er ofboðslega ánægður. Þetta er kraftmikil mynd.“

0f7744d0-a1eb-4096-8446-5439a9307c5e-765x1020

Hann sagði að leikkonan hafi ekki haft minnstu áhyggjur af því að vera lítið til höfð. „Hún er virkilega svöl. Að sjálfsögðu er hún meðvituð um sig. Vitandi hvað mér sjálfum er umhugað um útlitið og almenningsálitið sem tískuhönnuði get ég bara rétt ímyndað mér hvernig hún hlýtur að upplifa það. Allur heimurinn dýrkar hana og dáir. Ég sýndi henni fyrstu myndina og hún fílaði hana vegna þess að hún gat séð sjálfa sig á henni, eins og hún er í alvörunni.“

Riccardo Tisci, yfirhönnuður hjá Givenchy
„Ég vildi að hún virkaði gáfuð, alvarleg og hrein á myndunum. Þetta er ný hlið á Juliu, svöl og heimsborgaraleg“ -Riccardo Tisci, yfirhönnuður hjá Givenchy

Tisci fagnar tíu ára starfsafmæli hjá Givenchy í mars og langaði að halda upp á það með því að setja konu sem er þroskuð, falleg, hæfileikarík og tilgerðarlaus í forgunn herferðarinnar. „Julia var mitt fyrsta val af nokkrum ástæðum. Fyrir mér er hún svo margbrotin. Hún er magnaður leikari og svo ótrúlega falleg kona. Hún er stórstjarna án þess að vera sífellt í sviðsljósinu. Það er næmni Juliu sem vekur áhuga minn. Ég varð ástfanginn af henni vegna þess að hún er sterk kona en viðkvæm á sama tíma.“

Það þarf varla að taka fram að Tisci heldur mikið upp á kvikmyndina Pretty Woman, en uppáhalds atriðið hans úr myndinni er atriðið þar sem Julia Roberts fer aftur í búðina þar sem henni var neitað um afgreiðslu, þegar hún er búin að klæða sig upp fyrir fúlgur fjár, segir afgreiðslustúlkunum að þær hafi gert gríðarstór mistök, stormar svo út og fær uppreisn æru.

tumblr_mdup3sDeks1rz83u6o1_500

Auglýsingaherferðin endurspeglar klassíkina sem tískuhúsið stendur fyrir. „Þessi herferð snýst um hina valdamiklu konu og Julia var fullkomin í því hlutverki. Hvað fötin varðar vildi ég sýna eitthvað sem væri algjörlega klassískt. Ég fíla þegar raunveruleikinn er sýndur í auglýsingaherferðum. Hann er í tísku í dag.“

Julia-roberts-GIvenchy-Spring-Summer-2015-Campaign-Tom-Lorenzo-Site-TLO-3

Julia hefur haldið mikið upp á Givenchy í gegnum tíðina og klæðst fötum frá merkinu við hin ýmsu tækifæri. Hún klæðist merkinu oft á rauða dreglinum, m.a. klæddist hún þessum svarta peplum kjól á Óskarsverðlaununum árið 2014.

91b4a9550db9cfdd290b1fa571fa9732

Julia er hógvær í garð verkefnisins og finnst ótrúlegt að hún sé að sitja fyrir á þessum aldri, en hún er 47 ára í dag. „Ég var að tala við systur mína í símann og við hlógum svo mikið. Hún spurði: ‘Hvernig getur verið að þú sért orðið fyrirsæta núna? Þú ert næstum fimmtíu ára gömul!’ Það er fyndið“. Um samstarf sitt við Tisci hafði hún þetta að segja: „Hann er í bransa sem mér þykir mjög ógnandi og leyndardómsfullur, svona eins og sæta stelpan sem er með þér í skóla. Þannig hef ég alltaf litið á tískubransann. En svo hittir þú þetta fólk og það eru allir svo góðir, hafa ástríðu fyrir því sem þeir gera og einlægan áhuga á fólki“.

Herferðin fer af stað í mars og mun birtast í blöðum á borð við Vogue, V, CR Fashion Book, Love magazine, Elle, Marie Claire, og GQ.

[fblike showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“][fbshare type=“button”]

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!