Julia Restoin Roitfeld er glamúr mamma

pregy

Það er engin ástæða að konur ættu að tapa glamúr stílnum þegar barneignir eru annars vegar að mati Juliu Restoin Roitfeld, en hún mun fljótlega fara í loftið með vefsíðu sem mun miðla upplýsingum til nýbakaðra foreldra og barnshafandi kvenna.

Roitfeld eignaðist sitt fyrsta barn, dótturina Romy Nicole, í maí á síðasta ári og fékk þá fljótlega hugmyndina af síðunni. Hún segir í samtali við Vogue að hún hafi séð margar vefsíður með meðgöngu og mæðra umfjallanir, en ekkert af þeim hafi höfðað til hennar lífstíls.

Á síðunni mun Julia Restoin Roitfeld miðla hugmyndum sínum til foreldra og verðandi foreldra eða veita „online style guide“. Hún mun leggja áherslu á glamúr og listræna sýn á foreldrahlutverkið.

Það verður spennandi að fylgjast með Roitfeld miðla sinni eigin reynslu og sýn á móðurhlutverkið því hún er ekki líkleg að detta í neinn „þreytt-húsmóðir-pakka“. Eins og sést á nokkrum af meðfylgjandi myndum eftir ljósmyndarann Mario Sorrenti sem birtust í i-D á síðasta ári þá slakaði Roitfeld ekkert á glamúrnum á meðgöngunni.

pregy 5

pregy4

pregy6

Chanel Artist Dinner - Arrivals - 2012 Tribeca Film Festival

pregy 3

JRestoinRoitfeld4

julia_restoin_roitfeld_qotd

 

[fblike style=“standard“ showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“]

[fbshare type=“button“]

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!