Jólaævintýri Argentínu

Við hjá NUDE Magazine áttum svo sannarlega notarlega stund 28. Nóvember þegar við skelltum okkur á jólahlaðborð. Jólaævintýri Argentínu varð fyrir valinu og urðum við ekki fyrir vonbrigðum. Þarna er alltaf jafn notalegt að vera og maturinn virðist ekki ætla að klikka.

Screen shot 2013-12-14 at 7.46.15 PM

Matarveislan byrjaði á dásamlegri súpu og svo voru það forréttirnir. Graflax, nautavöðvi, paté og margt fleira. Það má þó segja að nauta carpaccio-ið með klettasalatinu og parmesan ostinum hafi trónað þar á toppinum. Við fórum fleiri ferðir en eina á þetta borð – sumir fleiri en tvær.

Screen shot 2013-12-14 at 7.46.08 PM

Köldu aðalréttirnir einkenndust af hamborgarahrygg, kalkún og roastbeef. Heitu aðalréttirnir voru kalkúnn, grillað lamb og yndislegar kartöflur ásamt nokkrum týpum af sósum sem settu punktinn yfir i-ið.

Það biðu allir spenntir eftir eftirrétunum en creme brulée, brownies, panna cotta, tiramisue og fleiru var skolað niður með ávaxtasalati og karamellusósu sem við eigum í erfiðleikum með að hætta að hugsa um.

Screen shot 2013-12-14 at 7.45.52 PM

Við mælum með Jólaævintýri Argentínu – það stóð algjörlega undir væntinum okkar; maturinn, þjónustan og upplifunin.

Á heimasíðu Argentínu, HÉR finni þið nákvæman lista yfir það sem er á hlaðborðinu ásamt símanúmeri fyrir ykkur sem langar að panta borð. Þetta var góð kvöldstund sem kom okkur algjörlega í jólagírinn.

 

[fblike style=“standard“ showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“][fbshare type=“button“]

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!