Jennifer Lawrence er Miss Dior

jennifer lawrence

Jennifer Lawrence er nýjasta Dior andlitið fyrir Miss Dior keðju töskurnar. Lawrence er stórglæsileg á myndum í klæðnaði frá Dior vor ready-to- wear línunni 2013 en ljósmyndarinn er Willy Vanderperre og stílisti Oliver Rizzo.

Myndaserían sýnir nokkra aðra hlið á Jennifer Lawrence en þá sem við höfum áður séð af henni. Hún hefur verið þekkt fyrir líflegt og gáskafullt yfirbragð en sýnir okkur að þessu sinni fágaða, stílhreina og kvenlega hlið. Þessi nálgun á herferðinni hefur komið nokkuð á óvart því margir áttu von á að sjá hina líflegu Jennifer Lawrence sem Miss Dior 2013.

Það er mikið um að vera hjá Jennifer þessa dagana en hún er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir leik sinn í Silver Linings Playbook. Hún hlaut nýlega Golden Globe fyrir frammistöðu sína í myndinni og verður því spennandi að sjá hvað gerist við afhendingu Óskarsverðlaunanna í kvöld.

 

JENNIFER-LAWRENCE-DIOR2

Jennifer-Lawrence-Dior-Ad-Campaign-Pictures

JENNIFER-LAWRENCE-DIOR-ADS3

JENNIFER-LAWRENCE-DIOR

[fblike style=“standard“ showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“]

[fbshare type=“button“]

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!