Íslensk og náttúruleg húðumhirða

 

blue-lagoon-day2-538-flatten-2

 Það hefur verið spennandi að fylgjast með uppgangi íslenskra húðumhirðumerkja og mörg hver nýta sér íslenska náttúru til að framkalla virkni í vörum sínum.

Við ákváðum að taka saman nokkrar að uppáhalds islensku vörunum okkar sem í boði eru á markaðnum.

UNA Skincare

UNA Skincare vörurnar notast við sjávarþörunga og inniheldur mikið af lífvirkum efnum. Í UNA extraktinu er fjölfenól, sem sótt er úr sjávarfanginu, og gefur andoxunarvirknina. Þau vinna gegn frjálsum hvarfeindum, sem eru skaðlegar húðinni, auk þess sem að lífvirku sykrurnar í þörungunum binda raka einstaklega vel og hafa jákvæð áhrif á húðina. Steinefni eru mikilvæg húðinni og amínósýrur eru byggingarefni húðarinnar. Þær eru allar án ilm-, litar- og rotvarnarefna.

Við viljum minna á fallegu gjafatöskuna sem UNA Skincare býður upp á nú fyrir jólin. Taskan inniheldur dagkrem og augnkrem og bæði innihalda þau áðurtalda virkni.

una skincareUNA Skincare gjafataska sem inniheldur dagkrem og augnkrem

 

 

 Blue Lagoon

Blue Lagoon notast við virk efni jarðsjávar í vörum sínum. Samsetning salta, kísils og þörunga hafa gert þessar vörur einstaklega vinsælar. Þær eru allar án ilm- og litarefna. Eitt af rakakremum þeirra, Rich Nourishing Cream, vann til NUDE BEAUTY AWARDS 2013 en þar að auki erum við hrifnar af þó nokkrum vörum frá þeim.

algae maskBlue Lagoon Algae Mask

algae-and-mineral-body-lotion anti aging eye cream
Blue Lagoon Algae & Mineral Body Lotion  / Blue Lagoon Anti-Aging Eye Cream

silica mud maskBlue Lagoon Silica Mud Mask

 

Villimey 

Smyrslin frá Villimey eru unnin úr íslenskum jurtum sem eru handtíndar í hreinni náttúru Vestfjarða þegar virkni þeirra er hvað mest. Smyrslin eru náttúruleg og lífræn, án allra rotvarna-, ilm- og litarefna. Hægt er að nota smyrslin á nánast hvað sem er og eru þau einstaklega græðandi.

hudgaldur-versluni saragaldur-verslun

Villimey Húð Galdur  /  Villimey Sára Galdur

[fblike style=“standard“ showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“]

[fbshare type=“button“]

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!