Interior óskalisti: Einar Logi Þorvaldsson

unnamed

Einar Logi Þorvaldsson er einn af strákunum á bak við HerraTrend og einnig nýstúdent með engin framtíðarplön. Hann átti ekki í miklum vanda með að koma með tíu hluti sem hann cravear og við verðum að viðurkenna að svona smekkmaður mætti alveg innrétta heima hjá okkur!  

10. Lumie Bodyclock active útvarp

LUM-NBCVE_1

Langar í lampa sem vekur mann með dagsbirtu, held að dagurinn verði betri við að eiga þannig.

9. Churchill leðursófi 

Screen Shot 2015-06-25 at 10.30.31 am

Síðan langar mig í þennan sófa úr Húsgagnahöllinni. Old fashion leðursófi inn í nútímalega stofu er flott blanda.

8. Cosmic Leaf gólflampi by Artemide

cosmic-leaf-terra-01-b

Með sófanum langar mig sjúklega í einhvern stóran gólf lampa og þessi væri draumur! Er búinn að senda Epal no joke póst um hvað hann kosti hann er geggjaður.

7. Nur Metamorfosi loftljós

nur_metamorfosi_image732313-700x500

Þetta ljós í eldhúsið væri geggjað, matta áferðin og koparliturinn innan í er svo fallegt.

6. Medley skenkur

Screen Shot 2015-06-25 at 10.40.40 am

Eins og er þá er ég með einhvern skenk sem ég fann á 100kr í Góða Hirðinum undir sjónvarpinu (samt ágætur miðað við verð) og langar í nýjan.  Þessi væri mjög flottur á steingráá veggnum í stofunni.  

5. James fatahengi by Ruben Lightning

james-black-b

Þetta fatahengi er með ljósi og  flott hönnun.  Huggulegt að hafa alltaf kveikt ljós á honum í forstofunni þannig að þegar maður kemur heim þá er alltaf smá birta sem tekur á móti manni.

4. RIGGAD lampi frá IKEA 

Screen Shot 2015-06-25 at 10.48.17 am

Þráðlausi hleðslulampinn úr Ikea á náttborðið! Ekki segja mér að ég sé sá eini sem fer alltaf á facebook fyrir svefn og hata að þurfa að finna snúruna þegar ég ætla að fara að sofa. Geggjað að geta bara lagt símann frá sér.

3. Sha Aroma ilmolíulampi

2

Ég elska reykelsi og allt sem ilmar þannig að þessi olíulampi væri sjúklega flottur á stofugólfinu. Veit að ég er núna kominn með mjög marga lampa en lýsing í íbúð skiptir öllu máli.

2. Bosch ryksuga 

Screen Shot 2015-06-25 at 10.58.02 am

Keypti mér ekki fyrir löngu þráðlausa ryksugu sem breytti lífi mínu. Hún var frekar cheap þannig ég hefði ekkert á móti því að eignast kröftugari og fallegri ryksugu. Það nennir enginn að ryksuga (word) en þegar hún er þráðlaus þá tekur það svo sjúklega fljótan tíma.

1. Crosley plötuspilari

Crosley-retro-style-traveler-turntable-black-CR49-BK

Síðan langar mig í plötuspilara, einhvern nettan eins og þennan úr Myconceptstore. Ég á fullt af plötum sem ég keypti í Góða Hirðinum en hef aldrei átt plötuspilara, frekar sorglegt.

Einar Logi er greinilega maður sem kann að meta góða lýsingu og við þökkum HerraTrendaranum kærlega fyrir og vonum að framtíðarplön hans verði jafn fab og þessi listi! 

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!