Instagram vikunnar: Rakel Rúnars

Instagram síða Rakelar Rúnarsdóttur hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá okkur en þar birtir Rakel einstaklega fallegar myndir af heimili sínu. Rakel er búsett í Cardiff í Wales ásamt kærasta sínum og barni og starfar hjá höfuðstöðvum bresku fatakeðjunnar Peacocks. Við fengum að birta nokkrar myndar frá Rakel sem segist helst sækja innblástur til Instagram og Pinterest og dreymir um að eignast klassískan Barbour vaxjakka.

IMG_6707

Rakel ásamt Emil syni sínum

IMG_6713

Fersk blóm gera mikið fyrir rýmið.

IMG_6714


Hvernig myndir þú lýsa stílnum á heimilinu?
,,Bjartur, hlýr og einfaldur en þó persónulegur.“

IMG_6720

IMG_6718

Við elskum þessar fallegu plöntur.

IMG_6719

Hvert sækir þú helst innblástur?
,,Instagram og Pinterest fylla mig yfirleitt af innblæstri.“

IMG_6726

Við elskum spegilinn sem er frá Hay

IMG_6706
Hvað er efst á óskalistanum fyrir heimilið?
,,Wire chairs frá Vitra og ofur hlýtt og fallegt ullarteppi í sófann.“

IMG_6708

IMG_6725

Ómissandi í fataskápinn?
,,Vel sniðnar gallabuxur, basic stuttermabolir, nóg af skyrtum og hinn fullkomni leðurjakki.“

IMG_6704

Fullkomnir stuttermabolir – þessir eru frá Zöru.

IMG_6705  IMG_6711
Uppáhalds flík?
,,Oversized leðurlíkisjakki úr Lindex sem var hræódýr og níðþungur pallíettu kjóll sem ég keypti á netinu fyrir mörgum árum en hef þó aðeins einu sinni notað.“

IMG_6715

IMG_6721

Hvítur Thonet stóll með gæru kemur sérlega vel út.

IMG_6709
Uppáhalds verslanir? Heima og erlendis.
,,Erlendis nýt ég þess að grafa uppi lífstílsverslanir af ýmsum stærðum og gerðum. Fatalega séð þá eru Zara og Weekday mínar uppáhalds.“

IMG_6716

Emil sonur Rakelar er alltaf flottur í tauinu!

IMG_6717
Uppáhalds borg, afhverju?
,,Það fyrsta sem kom upp í hugann var Reykjavík, kannski því ég sakna hennar svo óskaplega! Bath er borg í Englandi sem ég heimsótti nýlega og heillaðist ég algjörlega af henni; arkitektúrnum, búðunum og mannlífinu.“

IMG_6710

Herbergið hans Emils er einstaklega flott!

IMG_6712

Gullfallegt plakat frá Fóu Feykirófu 

IMG_6724
Uppáhalds blogg?
,,Trendnet bloggin eru á mínum daglega blogg-rúnti svo ætli þau séu ekki mín uppáhalds. Svart á hvítu trónir þar á toppnum að sjálfsögðu.“

IMG_6844

Fallegt plakat Scintilla og lampi frá Arne Jacobsen

IMG_6843

Draumaflíkin?
,,Barbour vaxjakki, klassísk og eiguleg flík.“

IMG_6870

Við könnumst við það hvað getur verið erfitt að halda kryddjurtunum á lífi.

IMG_6723

Við þökkum Rakel kærlega fyrir þetta – finnið hana á Instagram @rakelrunars

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!