Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

rakel 4
View Gallery
39 Photos
Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Rakel Grímsdóttir er 24 ára smekkkona frá Seltjarnarnesi með virkilega skemmtilegt Instagram. Rakel stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands og mun í sumar starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Rakel lýsir stílnum sínum sem minimalískum og skandinavískum og meðal þess sem henni finnst skemmtilegast að kaupa í fataskápinn eru yfirhafnir og strigaskór.

Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?

,,Hversdagslega er hann að mestu leyti minimalískur og skandinavískur. Ég elska líka glimmer, leður, allt kóngablátt, stórar yfirhafnir og góð efni. Ég er frekar smámunasöm þegar kemur að fötum, til dæmis er hvít skyrta alls ekki það sama og hvít skyrta og það getur tekið mig marga mánuði að finna venjulega svarta peysu. Undanfarið hef ég líka verið einstaklega hrifin af unisex hugmyndum þegar kemur að fatnaði enda er það mjög töffaralegt.“

IMG_3421

Tískufyrirmyndir?

,,Mér finnst gaman að fylgjast með alls konar fólki með mismunandi stíl og taka til mín það sem mér finnst eiga við mig. Undanfarið hef ég helst verið að dást að Maju Wyh, Venedu Budny, Caroline Brasch, Miroslövu Duma og Solange Knowles. Þær eru með skemmtilega ólíkan stíl en eru allar með það á hreinu hvað þær eru að gera.“

Uppáhalds búðir?

,,Hér heima finnst mér GK Reykjavík, Zara og Húrra Reykjavík bera af. Erlendis eru helst í uppáhaldi Wood Wood, Samsoe Samsoe, Weekday, Naked, &Other Stories, Acne Studios, Ganni, All Saints og Monki svo dæmi séu tekin.“

IMG_3429

Hvað er efst á óskalistanum núna?

,,Úlpa fyrir næsta vetur. Ég er búin að vera úlpulaus enn einn veturinn í röð en ég finn enga úlpu sem mig langar nógu mikið í og fæ mig þar af leiðandi ekki til að kaupa. Þangað til ég finn draumaúlpuna held ég áfram að klæða mig eins og laukur í mörg lög af hlýjum fötum. Þar fyrir utan mætti nefna leðurbuxur, mjög marga sneakers og fölbleikt Miu Miu veski sem hluti ofarlega á óskalistanum. Mig langar líka í fleiri glimmersokka en draumurinn er að geta verið í glimmersokkum alla daga.“

Ómissandi í fataskápinn? 

,,Ætli það fari ekki eftir hverjum og einum en það fyrsta sem mér dettur í hug er tímalaus flík sem manni líður vel í. Fyrir mig er ómissandi hinn fullkomni leðurjakki og svartar, þröngar gallabuxur. Einnig finnst mér gott að eiga góðan grunn af basic flíkum en þá er eftirleikurinn auðveldur og skemmtilegt að bæta einhverju óhefðbundara við.“

IMG_3448

Uppáhalds flík?

,,Blái Acne kjóllinn minn sem ég keypti þegar ég útskrifaðist frá MR er í algjöru uppáhaldi en það verður allt extra skemmtilegt þegar ég er í honum. Síðan er það leðurjakki frá Pele Che Coco sem ég vil helst ekki fara úr ásamt nokkrum uppáhalds kápum sem lífga uppá hvaða outfit sem er.“

Uppáhalds borg til að versla í?

,,Bestu búðirnar og þægilegasta umhverfið er í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Berlín og New York. Ég verð líka að nefna Frankfurt í Þýskalandi en ég var þar sem skiptinemi í eitt ár og þekki búðargötuna þar nánast betur en mitt eigið heimili. Ég bjó líka í Porto Alegre í Brasilíu í nokkra mánuði og mæli hiklaust með götumörkuðunum þar og eins í Buenos Aires, Rio de Janeiro og Porta Portese sunnudagsmarkaðnum í Róm.“

IMG_3419

Skemmtilegast að kaupa?

,,Yfirhafnir, húðvörur, strigaskó, varaliti og góðan nammipoka.“

Framtíðarplön og draumastarf?

,,Ég vil helst hafa sem mest opið hvað framtíðina varðar og hafa frelsi til þess að fara í ýmsar áttir. Mér finnst námið mitt mjög skemmtilegt en ég er í lögfræði í HÍ og það væri gaman að vinna við eitthvað því tengdu með einum eða öðrum hætti, ferðast um allan heim, læra enn fleiri tungumál, búa í fleiri borgum og njóta.“

Einhver ,,styling tips“ til lesenda?

,,Að gera það sem maður vill og fylgja ekki neinum reglum. Í dag eru skilaboð útum allt (til kvenna sérstaklega) hvernig og hvað við eigum að vera, hvað megi gera og hvað ekki. Það er því einstaklega mikilvægt að geta fylgt eigin sannfæringu ásamt því að vera og gera nákvæmlega það sem þú vilt óháð áliti annarra.“

IMG_3418

 

Draumaflík í fataskápinn?

,,Kóngablá vel sniðin dragt og hvítur (faux) pels. Síðast en ekki síst er það kampavínsbleik angórupeysa sem HEITIR Rakel og er frá Acne, þarf ég að segja meira? Ég mátaði hana þegar ég var í Stokkhólmi fyrir þremur árum og get ekki hætt að hugsa um hana enda augljóslega meant to be. Því miður er hún uppseld alls staðar en einn daginn mun ég finna hana með einum eða öðrum hætti.“

 

Plön í sumar?

,,Sumrinu verður að miklu leyti varið í háloftunum þar sem ég mun vinna sem flugfreyja hjá Icelandair. Þar fyrir utan er planið að ferðast bæði innanlands og erlendis, hlaupa 21 km í fyrsta sinn, fara í fjallgöngur og æfa í Mjölni. Það hefur verið mjög mikið að gera í vetur og ég viðurkenni að ég hlakka líka til að taka þáttamaraþon, sitja lengi á kaffihúsum, drekka kokteila með vinkonum mínum, prófa nýjar uppskriftir í eldhúsinu og heimsækja skemmtilegar borgir ásamt því að njóta þess að vera með vinum og fjölskyldu.“

IMG_3410

Við þökkum Rakel kærlega fyrir svörin og mælum eindregið með að fylgja henni @rakelgr.

Smelltu hér til að lesa nýjasta tölublað NUDE magazine.

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!