Instagram Vikunnar – Dagbjört Kristín

NUDE hefur sérstaklega gaman af Instagram síðum hjá smekklegum íslenskum konum. Við fengum Dagbjörtu Kristínu, nema í Ljósmyndaskólanum til að  svara nokkrum laufléttum spurningum um tískuna og lífið: 

2

Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?
Stílhreinn, kvenlegur og þægilegur held ég bara.

Uppáhalds búðir?
Zara, Topshop, Spúútnik, Urban Outfitters o.fl. Annars þykir mér vænst um að finna einhverjar gersemar á fatamörkuðum, eitthvað sem ekki allir eiga.

Uppáhalds borg, afhverju?
Dubai – bæði vegna þess að fólkið þar er svo yndislegt og menningin þar og umhverfi svo ólíkt okkar sem gerir upplifunina alveg einstaka. Annars heillast ég töluvert meira af eyjum og Ko Tao á Thailandi í algjöru uppáhaldi, hefur hvergi fundist betra að vera.

Helstu tískufyrirmyndir/innblástur?
Tískubloggarinn Olivia Lopez er t.d. klárlega með minn draumastíl, classy en töff. Innblásturinn fæ ég líka oft úr kvikmyndum og ljósmyndum héðan og þaðan.

Framtíðarplön og draumastarf?
Vá, svo ótrúlega mikið sem mig langar til þess að gera en eins og er ætla ég að klára námið og reyna svo að nýta ljósmyndunina erlendis, það væri draumur. Annars er ég enginn rosalegur planari, það er svo spennandi að hafa opinn hug og sjá hvert lífið tekur mann.

Draumaflíkin?
Svartur, dramatískur síðkjóll sem væri aldrei tilefni til þess að klæðast.

Lokaorð?
Carpe diem!

Hérna eru fallegar myndir af instagram síðu Dagbjartar:

This slideshow requires JavaScript.

Instagram-ið hennar Dagbjartar finnur þú HÉR

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!