Instagram vikunnar: Alex Michael Green

Alex Michael Green stundar nám í grafískri hönnun í Tækniskólanum, auk þess vinnur hann í Selected og Jack&Jones. Alex sér einnig um rekstur heimasíðunnar herratrend.is sem opnaði nýlega. Alex elskar körfubolta, kærustuna sína og að upplifa nýja hluti. Hann er með ótrúlega flottan og persónulegan stíl sem minnir okkur á að það eru ekki bara stelpur sem hafa áhuga á tísku!

Við fengum Alex til að svara nokkrum spurningum og deila með okkur instagram myndunum sínum:

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?

„Ég er mjög mikið fyrir fyrir götustílinn, fíla boli og bomber jakka frekar en skyrtu og blazera. Þægilegri valkostur og býður upp á meiri fjölbreytileika. Mér finnst formal klæðnaður svo einhæfur, alltaf sama combo, skyrta, jakki og támjóir leðurskór. Á djamminu finnst mér flestir gæjar vera alltaf eins klæddir. Ég kýs frekar að vera klæddur í götustílnum einfaldlega til þess að geta prufað nýja og öðruvísi hluti í hvert skipti sem ég klæði mig.“

9

Við elskum smekkbuxur á karlmönnum!

22

 

24

6

3

 

Uppáhalds búðir hérlendis og erlendis?

„Ég er reglulegur gestur í Primark í London Ég bara stenst ekki verðið hjá þeim, verð að kaupa allt bara útaf því það er svo ódýrt. Svo líka Camden Market, það er eiginlega uppáhalds staðurinn minn til þess að kaupa föt. Fullkomin blanda af markaðsdóti og brand búðum allt á einum stað.

Ég versla mér ekki mikið hérna heima, kaupi eiginlega flest allt á netinu en það er reyndar ein búð hérna heima sem ég er búinn að versla mjög mikið hjá núna nýlega og heitir hún Neon og er staðsett í Kringlunni. Það vita ekki rosalega margir af henni þar sem hún er mjög lítil og frekar ný en þau eru að taka inn flott og öðruvísi snið af allskonar götufatnaði sem höfðar alveg gríðarlega til mín.“

12

9

2

Draumaflíkin?

„Jakki sem ég myndi ekki fá leið á og gæti notað við allar aðstæður en ég er frekar viss um að svoleiðis flík sé ekki til.“

Hvað einkennir karlmanns tískuna á íslandi?

„Það eru fullt af trendum í gangi sem eru öll með sín skemmtilegu einkenni, en kannski mest áberandi eru þröngu buxurnar og síðu bolirnir.“

132

Hvað er ómissandi í fataskápinn?

„Svartar skinny jeans og gott sjálfstraust.“

2222

Alex á stórt safn af skóm

 

25

23

14

26

His and hers..

Uppáhalds trend fyrir sumarið?

Sko ég er mjög mikið að fara vinna með sokka í sumar, þá sérstaklega sokka frá merkinu Stance sem fæst einmitt í Neon Kringlunni. Þeir eru bara gjörsamlega killin it þessa dagana. Verður gaman að rokka stullur, low top Nike skó og Stance sokka togaða alla leið upp.“

11311013_10153314201408711_422156463_n

11356256_10153314199073711_1261448302_n

6

1

4

Kolbrún kærastan hans Alexar

7

16

Tískufyrirmyndir?

„Ég dreg rosalegan innblástur frá Pinterest oftast fyrir minn stíl, en ef ég þyrfti að velja manneskjur þá myndi ég segja leikmenn úr NBA eins og Lebron James og Russell Westbrook.“

5

 

4

17

8

Uppáhalds flíkin?

„Síð hvít skyrta frá Asos.com, hún er í miklu uppáhaldi.“

Framtíðar draumar og plön?

„Ætla nýta sumarið í að gera sem mest fyrir herratrend.is en annars bara njóta þess að vera til.“

Instagram-ið hans Alexar finnur þú HÉR

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!