Í heimsókn hjá stjörnubloggara

1-michelle copyMichelle Halford er ein af aðal heimilisbloggurunum á Internetinu í dag. Hún er frá Nýja-Sjálandi en segist þó heillast mest af skandinavískum stíl sem sjá má glöggt á heimili hennar. Hún heldur úti bloggsíðunni The Design chaser þar sem hún deilir með lesendum sínum innblæstri af fallegum heimilum og hönnun.

9Hver er Michelle Halford? Ég er bloggari, rithöfundur og stílisti og bý í Auckland í Nýja-Sjálandi ásamt eiginmanni mínum og tveimur sonum.

Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í fimm orðum? Orkumikil, bjartsýn, forvitin, skapandi og með gott innsæi.

Hvernig myndir þú lýsa heimili þínu? Það er innblásið af skandinavískum stíl, stíllinn er léttur og bjartur með hlutlausri litapallettu og er fjölskylduvænn.

Hvað er það besta við heimilið þitt og hver er uppáhalds staðurinn þinn á heimilinu? Ein besta ákvörðun sem við höfum tekið var að byggja sjálf. Hönnunin er úthugsuð og þjónar mjög vel okkar þörfum og lífsháttum. Heimilið er bjart og rúmgott. Efri hæðin er í uppáhaldi hjá mér, þar er rólegt og gott andrúmsloft sem stafar að mestu leyti af opna skipulaginu og mikilli lofthæð.

8Hvað er það við skandinavískan stíl sem þú heillast svo af, verandi frá Nýja-Sjálandi? Ég elska einfaldleikann, hreinu línurnar og notkun á náttúrulegum efnum. Ég heillast mjög af skandinavískum stíl sem er glæsilegur en afslappaður á sama tíma.

Hvaðan kemur þessi mikli áhugi þinn á heimilum og hönnun? Þetta byrjaði þegar ég var mjög ung. Pabbi rak textíl- og húsgagnaverslun og ég var vön að vinna hjá honum í skólafríum. Ég hef líka alltaf elskað tímarit og var heppin að fá starf hjá stóru útgáfufyrirtæki þar sem ég fékk fljótlega mestan áhuga á heimilistímaritum. Á sama tíma keyptum við maðurinn minn okkar fyrstu íbúð og skrefið frá því að vera leigjandi yfir í að vera eigandi ýtti mikið undir áhuga minn á innanhússhönnun sem á endanum leiddi mig út í það að opna bloggsíðu.

6 7Hvað er það besta við að vera bloggari? Að geta leyft sér að njóta þess að gera það sem ég elska alla daga og veita öðrum innblástur.
Eyðirðu miklum tíma í að breyta og bæta á heimilinu? Við fluttum inn í nýbyggða húsið okkar fyrir ári síðan og frá þeim tíma höfum við verið að koma okkur fyrir. Heimilið er minn leikvöllur þegar kemur að stíliseringu og ég elska að vera alltaf að breyta til.

Gerir þú árstíðabundnar breytingar á heimilinu? Já, ég er reyndar mjög hrifin af því að nota teppi og ábreiður allan ársins hring, en yfir köldustu mánuði ársins skipti ég léttari teppunum út fyrir þykk ullar- og bómullarteppi og gæruskinn. Ég nota líka ilmkerti mikið til að skapa notalegt andrúmsloft.

Hver verða næstu kaup fyrir heimilið? Yngsti sonur minn fékk nýlega nýtt rúm og ég væri til í að kaupa flotta púða sem fara vel saman við fallegu rúmfötin hans.

12 13Lumar þú á góðu ráði um hvernig sé hægt að ná fram því besta úr heimilinu? Taktu því rólega og einbeittu þér að einu herbergi eða rými í einu og keyptu aðeins hluti sem þú ert virkilega hrifin af. Internetið er frábær staður til að sækja sér innblástur, skoðaðu Pinterest og innanhússhönnunarblogg til að sjá hvaða stíll hentar þér best, og fáðu þaðan hugmyndir og ráðleggingar um hvernig þú nærð fram þeim stíl fyrir þitt heimili.

2 3 4 5 10 11 14Við bendum áhugasömum á að fylgjast með Michelle Halford á www.thedesignchaser.com og á Instagram-síðu hennar.

Texti: Svana Lovísa Kristjánsdóttir

 

[fblike showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“][fbshare type=“button“]

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!