H&M sýndi á París Fashion Week

000_par7489338_851957721_north_552x

Sænska high street keðjan H&M gaf stóru tískuhúsunum ekkert eftir á H&M Paris Fashion Week sýningunni í gær. Þar voru margar glæsilegar flíkur í ódýrari kantinum til sýnis, ásamt nokkrum dýrari hlutum úr veglegum efnum sem mikið hefur verið lagt í. Sýningin var lífleg og skemmtileg, falleg og látlaus í senn og án mikils umbúnaðar en hún var haldin á Musée Rodin.

H&M virðist vera að færa sig upp í tískuheiminum en eins og margir tóku eftir var Helen Hunt í kjól frá H&M á Óskarnum. Kjóllinn fékk misjafnar undirtektir frá tískugúrúum, en engu að síður mikla umfjöllun.

Haustlína H&M er vel heppnuð og hefur fengið gríðarlega góða dóma. Aðal liturinn var svartur í bland við fallega haustliti settir fram á dramatískan hátt til dæmis með loðjökkum, bróderuðum skirtukjólum, fallegum cape-jökkum , oversized peysum og háum stígvélum.

Að sögn Ann-Sofie Johansson, yfirhönnuðar H&M, er hugsunin á bakvið línuna er að blanda saman „boyfriend“ og „ömmu“ stílnum svo að útkoman verði áreynslulaus og flott útlit.

000_par7489341_950222352_north_552x 000_par7489342_721546965_north_552x 000_par7489345_119628833_north_552x 000_par7489357_993736545_north_552x 000_par7489359_433218885_north_552x 000_par7489360_388558551_north_552x000_par7489373_773862997_north_552x 000_par7489374_916806120_north_552x Flauels kjóllHM blundu pils hm1003_592x888_248856214_north_552x hm1008_592x888_296218885_north_552x hm1010_592x888_48215011_north_552x hvítur jakki Jakki með hnöppum jakki peysa og siffon pils síður jakki

[fblike style=“standard“ showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“]

[fbshare type=“button“]

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!