Förðun og hár á Reykjavík Fashion Festival

Reykjavík Fashion Festival 2013 (RFF) fór fram um helgina í Hörpu og þótti heppnast einstaklega vel. NUDE Magazine var að sjálfsögðu á staðnum til að fyljast með því sem fram fór.

Hér fyrir neðan förum við yfir förðunina og hárið á sýningunum í ár en MAC sá um förðunina fyrir allar sýningarnar.

huginnAndersen & Lauth
Key make up artist: Fríða María Harðardóttir
Innblástur: Rokkað en jafnframt þroskað, kvenlegt útlit.
Glam rokk var áberandi í fötum Andersen & Lauth sem skilaði sér í förðun og hári fyrirsætanna. Heildarútlitið var ,,grungy“, rokkað og leikið var með áferðir sem og vörur. Til dæmis var kinnalitur settur á varir, varalitur var notaður á augu og í skyggingar í andliti.
Hárið var vatnsgreitt aftur.

REYREY

Key make up artist: Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir
Innblástur: 7.áratugurinn
Förðunin hjá REY var fáguð en jafnframt töff. Áhersla var lögð á fallega húð sem var frískleg og náttúruleg. Sterk lína yfir augun ýkti augnförðunina og minnti á 7. áratuginn. Varirnar voru gerðar mattar með hyljara og örlítið af berjalit var sett á miðjuna til að ná fram náttúrulegu útliti. Hárið var allt tekið aftur í tagl og ýmist báru fyrirsætur hatta eða ekki.

Huginn2Huginn Muninn
Key make up artist: Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir
Innblástur: Ryð / Steam Punk
Förðunin var mónótónísk, þar sem leitast var við að nota einn tón yfir heildarútlitið. Innblásturinn fyrir litinn var sóttur í ryð svo sjá mátti brúna liti út í bronsaða tóna til að framkalla ryð-áferðina. Húðin var rök en ekki glansandi. Til að halda húðinni rakri var dökkur hyljari notaður í skyggingar. Ekkert var sett á varir og ær hafðar mattar. Hárið var sléttað og skipt í miðju. Ýmist var það slegið og tekið aftur fyrir eyru eða tekið aftur í lágt tagl.

FarmersFarmer’s Market
Key make up artist: Fríða María Harðardóttir
Innblástur: Íslenskt og náttúrulegt
Förðunin var afar frískleg og notast var við mikinn kinnalit til að ná fram rjóðum kinnum. Mattur, grár tónn var notaður í augnförðun en maskara var sleppt og augabrúnir gerðar dökkar og miklar. Húðin var frískleg og á vörum var ferskjulitaður varalitur notaður yst en á miðjuna var settur varalitur með meiri berjabláma til að ná náttúrulegri áferð og lit á varirnar. Hárið var slegið og liðað. Það virkaði mjög náttúrulegt, heilbrigð og frísklegt í takt við förðunina.

Jör

JÖR by Guðmundur Jörundsson
Key make up artist: Fríða María Harðardóttir
Innblástur: Gamlir fangabúningar / Unisex
Rendur í fatnaði línunnar endurspegluðust í förðun fyrirsætanna. Ör voru var teiknuð yfir augu og leikið var með skerpu svarts og hvíts. Allir skuggar voru ýktir, sóst var eftir drungalegu yfirgragði og förðunin var ,,unisex“. Hárið var gert fyrirferðamikið og gróft með mattri áferð.

ELLA2ELLA
Key make up artist: Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir
Innblástur: Lauren Bacall / Tímaleysi / Klassík
ELLA velur sér svokallaða ,,muse“ fyrir förðun hverrar sýningar. Í ár var það Lauren Bacall, sem var afar vinsæl á 6., 7. og 8.áratug síðustu aldar. Förðunin var einstaklega falleg, húðin var lýtalaus og ljómandi. Varir voru lauslega litaðir með appelsínugulum varalit en þó var það augnförðunin sem var mest áberandi. Grunnur var settur á augnlokin og yfir grunninn var sett gróft silfurlitað glimmer sem endurspeglaði gleði sýningarinnar. Stórar krullur voru settar í hárið og því skipt í miðju.

[fblike style=“standard“ showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“]

[fbshare type=“button“]

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!