Fake It!

isabeli-fontana5
Við þekkjum öll skaðsemi sólargeisla á húðina. Það þýðir þó ekki að við getum ekki haft smá lit framan í okkur því lausnin felst í brúnkukremum. Mikil þróun hefur verið í brúnkukremum síðustu ár og í dag fást vörur sem líkja fullkomlega eftir náttúrulegri brúnku. Þær fást í ýmsum formum og ýmist olíulausar fyrir blandaða húð eða með olíu fyrir þurra húð.

-Þrjú skref að náttúrulegum lit-

1. Þvoðu þau svæði sem þú hyggst bera brúnkukremið á vel með kornaskrúbbi svo liturinn festist ekki í dauðum húðfrumum.

2. Berðu á þig gott líkamskrem og andlitskrem til að tryggja að liturinn fari jafnt á þau svæði sem brúnkukremið fer á.

3. Notaðu plasthanska eða sérstaka brúnkukremshanska þegar þú berð brúnkukremið á. Það tryggir að liturinn festist ekki á höndunum og hanskinn tryggir líka jafna dreifingu brúnkunnar.

Screen Shot 2013-06-28 at 3.13.55 PM

Í nýjasta tölublaði NUDE Magazine, The Fit Issue, förum við yfir nokkur af bestu brúnkukremunum á markaðnum svo þú getir ákveðið hvað henti þér, húð þinni og veskinu!

6a00e54ecca8b988330168eb7ac6aa970c

Nokkur af okkar uppáhalds-brúnkukremum eru meðal annars:

Delicious Self Tanning Cream frá Clarins. Kremið er auðvelt í notkun þar sem það er ljósbrúnt á litinn og sýnir hvert líkamann það er komið. Kremið ilmar af súkkulaði og bráðnar inn í húðina.

Self-Tanning Creme-Gel Natural Glow frá Dior. Þetta litaða gel gefur ljómandi útlit á innan við klukkutíma. Með einstakri pH Bronze Perfect tækni vinnur gelið með húðinni og niðurstaðan er jöfn, ljómandi og endingargóð brúnka.

365 Body Glow Fix frá NIP+FAB. Þessi gelformúla þornar fljótt án þess að rendur myndist. Þú færð náttúrulegan lit á innan við fjórum klukkustundum. Formúlan er jafnframt rakagefandi og hentar vel fyrir andlit og líkama.

Sublime Bronze express pro facial self tanning dry mist frá L’oréal. Brúnkusprey fyrir andlitið sem gefur því náttúrulegan og óflekkóttan lit. Spreyið er lyktarlaust.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ ENNÞÁ FLEIRI UPPÁSTUNGUR Á FRÁBÆRUM BRÚNKUKREMUM!

[fblike style=“standard“ showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“]

[fbshare type=“button“]

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!