Cara Delevingne er fyrirsæta ársins 2012

Cara1

Í lok síðasta árs hlaut Cara Delevingne British Fashion Awards sem fyrirsæta ársins 2012. Sama hvaða blaði er flett, Cara er í því. Hún sat nýlega fyrir á fyrstu Vogue UK forsíðu sinni og segist hún ekki ennþá trúa því og ætlar að kaupa 20 eintök af blaðinu, sem kom nýverið út.

Augnlitur: Blár
Hárlitur: Ljós
Hæð: 176cm
Ummál: 80cm – 59cm – 87cm
Fatastærð: (EU) 34
Skóstærð: (EU) 39

Cara2Á British Fashion Awards 2012 í kjól frá Burberry

Cara Delevingne er bresk fyrirsæta fædd árið 1992. Hún er núverandi andlit Burberry og er einnig í aðalhlutverki í nýjustu auglýsingaherferð DKNY. Hún hefur jafnframt áður setið fyrir í herferðum Chanel, Blumarine, Zara, H&M og gengið í tískusýningum fyrir helstu fatahönnuði heims, svo sem Burberry Prorsum, Cacharel, Carolina Herrera, Chanel, DKNY, Dolce & Gabbana, Donna Karan, DSquared2, Fendi, Jason Wu, Kenzo, Moschino, Nina Ricci, Oscar de la Renta, Sonia Rykiel, Stella McCartney, Thakoon og Victoria’s Secret.

Cara3Jason Wu

Breska blaðið The Evening Standard útnefndi hana sem eina af 1000 áhrifamestu íbúum London árið 2011 í flokknum ,,Most Invited„. Hún er nú í 25.sæti á topp 50 lista Models.com.

Cara5Carolina Herrera

Uppáhalds kvikmynd?
Spice World

Uppáhalds hljómsveit?
The Spice Girls

Uppáhalds leikkona?
Meryl Streep

Mest spennandi staður þessa stundina?
Svefnherbergið mitt! Því ég er einhleyp og það er besti staðurinn til að vera.

Hvað kemur þér á óvart?
Ekki mikið, til að vera hreinskilin. Óvænt góðmennska kemur mér þó á óvart.

Eitt af uppáhalds verkefnum þínum?
Chanel tískusýningin í Tókýó verður alltaf eftirminnileg. Þarna voru 70 fyrirsætur, fötin voru ótrúleg, rafmagnað andrúmsloft, þetta var eins og í leikhúsi. Við gistum öll á stórkostlegasta hótelinu í borginni. Ég var með stelpu-genginu mínu (Lily Donaldson, Karlie Kloss, Joan Smalls, Arizona Muse, Lindsey Wixson og Alice Dellal) og við fórum inn í 5 hæða kynlífsleikfangabúð sem bauð upp á gullfóðrað karaoke-herbergi. 

Besta ráð sem þú hefur fengið?
Að hugsa áður en ég tala.

Cara13
Victoria’s Secret

Cara8Cara7Cara6Cara5
Style.com Print


Cara2Tory Burch

Cara3Oscar de la Renta

 

Cara4Marc by Marc Jacobs

 

Cara9Burberry Beauty

Cara10Burberry Beauty

Cara11Burberry Beauty

An Alternative View Of Milan Fashion Week  - Milan Fashion Week Womenswear S/S 2013

 

[fblike style=“standard“ showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“]

[fbshare type=“button“]

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!