Bonjour Paris!

Þá eru tískuvikurnar yfirstaðnar í New York, London og Mílanó, og tískuvikan hafin í París. Það eru skiptar skoðanir en ég held það sé óhætt að segja að tískuvikan í París sé sú sem flestir bíða spenntastir eftir. Tískuvikan haust/vetur 2013/2014 er sú stærsta hingað til, með 99 „on calendar” sýningar sem smekkfylla þessa óvenjulega löngu viku, en hún hefst fyrr og lýkur sienna en venjulega. 9 dagar af stöðugri „Ready to Wear“ dásemd. Stemningin eins og gefur að skilja er spennuþrungin og orkan í borginni mögnuð.  Ritstjórar, fyrirsætur, innkaupastjórar og  fjölmiðlafólk æða milli staða í metróinu og leigubílum.  Það er eins gott að missa ekki af neinu.

Það eru 12 sýningar á dag og hönnuðir frá 22 ólíkum þjóðernum sem koma fram.

Dagur 1: Þriðjudagur 26. Feb

Það sem stóð uppúr voru tvær rísandi stjörnur frá Belgíu: Veronique Branquinho og Cedric Charlier,  báðir hönnuðir sendu frá sér sterkar en ólíkar línur.

Branquino útskrifaðist úr listaháskólanum í Antwerp og hefur unnið til margra verðlauna síðasta áratuginn sem mest spennandi nýliði. Vetrarlínan að þessu sinni var elegant, stílhrein silúetta í mjúkum svörtum og kamel tónum með litlum skotum af skærgulum og jaðegrænum.  Skírskotun í alþjóðlega tísku með afrískum viðar armböndum, japönsk „obi“ silúetta og kúrekahattar gera útkomuna ófyrirsjáanlega.

00030h_413390928_north_552x 00050h_829811501_north_552x 00070h_30596164_north_552x 00100h_788944940_north_552x 00120h_683990107_north_552x 00190h_147145674_north_552x 00230h_271197158_north_552x 00250h_573620783_north_552x 00290h_193193432_north_552x

Charlier var í tvö á yfir „creative“ deild Cacharel.  Einmitt á þessum tíma í fyrra frumsýndi hann sína fyrstu línu og þótti hún sýna karlmannleg og kvenleg form í bland við fágun og mínímalisma.  Vetrarlínan sem hann sýndi í gær var svöl , stílhrein og í anda arkitektúrs.  Svartur mínímalismi og alvarleiki réð ríkjum í fyrstu en svo lifnaði töluvert við með barbíbleikum, flöskugrænum og heiðgulum sem hristi allverulega upp í dökku, þungu flíkunum.

00020h_38277159_north_552x00100h_596440905_north_552x 00330h_519344247_north_552x 00180h_908773271_north_552x 00160h_770213160_north_552x 00110h_472812622_north_552x 00080h_242658549_north_552x 00050h_677601176_north_552x 00030h_566652909_north_552x


[fblike style=“standard“ showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“] [fbshare type=“button“]


No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!