Bloggari mánaðarins: Elín Erna

Elín Erna Stefánsdóttir eru 21 árs förðunarfræðingur og bloggari. Hún hefur haldið úti blogginu elinlikes.com síðustu tvö árin og í byrjun ársins byrjaði hún að gera sín eigin YouTube myndbönd sem hafa slegið verulega í gegn. Hún fjallar um allt á milli himins og jarðar á blogginu sínu en leggur aðallega áherslu á förðun og allt sem tengist henni. Við hjá NUDE magazine fengum að spurja hana nokkurra spurninga og tilnefnum hana sem bloggara mánaðarins.

11289849_10206148180959357_2006589170_n

Hvað kom til að þú byrjaðir að blogga?

Ég hef alltaf haft gaman af því að skrifa og taka myndir, þannig að ég mig langaði að blanda öllum mínum áhugamálum saman í einn pakka og þannig varð bloggið til. Ég byrjaði á ensku og sagði engum frá því í hálft ár en síðan færði ég mig líka yfir í íslenskuna og opinberaði það á Facebook – sé ekki eftir því núna!

Hvernig myndiru lýsa stílnum þínum?
Kósý og casual (með smá hippaívafi) – ég er ekki mikil tískudrós en ég reyni yfirleitt að líta allavega ágætlega út. Þegar kemur að förðun þá er ljómandi húð og villtar augabrúnir mitt go-to.

Áttu þér eitthverja uppáhalds bloggara?
Viviana Does Make Up finnst mér virkilega skemmtileg en hún er með góða blöndu af öllu. Síðan er Temptalia algjör snillingur og nærir hún mína snyrtivörufíkn. Uppáhalds íslenski bloggarinn minn er síðan hún BirnaMagg, hún er virkilega flott pía.

11225845_10206148186279490_188135715_n

Hvar sérðu þig og bloggið þitt eftir 5 ár?
Ég er voðalega lítill framtíðarplanari, finnst best að taka bara einn dag í einu. En vonandi verð ég allavega enn að blogga! Annars er planið bara að vera hamingjusöm og að gera eitthvað sem ég elska, hvort sem það sé að skrifa, farða eða eitthvað annað.

Hvað er það skemmtilegasta við að blogga?
Að taka fínar myndir og kynnast nýju fólki.

Hvað eru uppáhals trendin þín fyrir vorið/sumarið?
Ég er virkilega sátt með 70’s trendið sem er í gangi, finnst það einstaklega fallegt. Annars eru appelsínurauðu varirnar alltaf í miklu uppáhaldi og það er gaman að sjá að þær verði vinsælar í sumar!

Uppáhalds flíkin í fataskápnum þínum?
Þetta er alveg fáránlega erfið spurning en mynstruðu palazzo buxurnar mínar eru í uppáhaldi núna, þær eru kannski ekki þær mest notuðu en þær koma mér alltaf í gott skap!

Við þökkum Elínu kærlega fyrir spjallið og erum mjög spenntar að sjá hvað hún mun
gera í framtíðinni. Við mælum með að kíkja á bloggið hennar HÉR.

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!