Andreja Pejic – Fyrsta transkonan til að landa risa snyrtivörusamingi

landscape-1433446396-capture-decran-2015-06-04-a-033259-pm

Opinberun Caitlyn Jenner átti hug og hjörtu fólks þessa vikuna ef marka má fjölmiðla og samfélagsmiðla, en þegar hún opinberaði sitt rétta sjálf á forstíðu Vanity Fair ætlaði allt um koll að keyra á internetinu. Við vonum svo sannarlega að framganga Caitlyn hafi jákvæð áhrif á stöðu transfólks í samfélaginu. En Caitlyn var ekki eina transkonan sem skráði sig á spjöld sögunnar í vikunni, því fyrirsætan Andreja Pejic sló rækilega í gegn sem eitt af andlitum auglýsingaherferðarinnar Be Bold frá snyrtivörurisanum Make Up For Ever. Þar með varð hún fyrsta transkonan til að landa stórsamningi við snyrtivörumerki.

Make up forever sendi frá sér smá kitlu úr herferðinni á Instagram með tilkynningu þar þau lýstu m.a. yfir ánægju sinni með að hafa fengið Pejic til liðs við sig og sögðust vonast til að herferðin muni hvertja konur til að vera djarfar, koma á óvart og vera þær sjálfar.

Andrej-Pejic-Vogue-Korea-Hong-Jang-Hyun-03

„Minn helsti draumur var að fá samning við snyrtivöruframleiðanda sem sem kvenkyns fyrirsæta. Að vera djörf snýst um frelsi. Það er ómögulegt að lifa án þess að álit annarra hafi áhrif á hvernig manni líður með sjálfa sig. Farði hjálpar mér að tjá mig, og ég hef notað hann á marga mismunandi vegu í lífinu. Ég hef lagt mikið upp úr því að lifa lífinu á mínum eigin forsendum og að þurfa aldrei að fela mig eða skammast mín fyrir hver ég er. Ég get verið stolt af því og ég er alveg jafn stolt af því að dreifa þeim boðskap sem víðast með hjálp Make Up For Ever herferðarinnar.“

andreja-pejic-transgender-model

Andreja Pejic hefur átt mikilli velgengni að fagna í fyrirsætubransanum, bæði fyrir og eftir leiðréttingu. M.a. hefur hún setið fyrir í franska Vogue og gengið fyrir hönnuði á borð við Galliano, Marc Jacobs, Paul Smith og marga fleiri. Í maí kom hún svo fram í viðtali hjá Vogue og sagði ítarlega frá kynleiðréttingarferlinu. Þar sagði hún m.a.:

„Það er miklu meiri fjölbreytni núna og það er gott. Við erum loksins að átta okkur á því að kyn og kynhneigð eru flóknari hugtök en áður var haldið. Margir sögðu við mig að ég myndi missa sérkennið mitt sem “kynlaus” fyrirsæta ef ég myndi láta leiðrétta kyn mitt að fullu. Að ég yrði ekki lengur áhugaverð því það væri nóg til af fallegum konum.“

Hún virðist nú hafa sannað í eitt skipti fyrir öll að þetta fólk hafði rangt fyrir sér.

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!