Ævintýri í Mílanó. Dolce & Gabbana Vetur 2013

1361724411758.cached

Það eru allir að tala um Dolce & Gabbana þessa dagana, þá aðallega um haustlínu þeirra sem var sýnd á tískuvikunni í Mílanó fyrir nokkrum dögum.  Sýningin hefur vakið mikla athygli fyrir skírskotun í hina kaþólsku trú sem reyndar hefur áður verið áberandi hjá Dolce & Gabbana í fyrri línum þó ekki á jafn afgerandi hátt og nú. 

dolce-and-gabbana-fw-2014-womenswear-mosaic-collection-textures-mosaic-madonna-body

Innblásturinn er Monreal kirkjan á Sikiley frá tólftu öld og líkja þeir eftir gylltu mósaík í bísönskum og feneyskum stíl af ótrúlegri listfengi.  Hönnuðirnir Domenico Dolce og Stefano Gabbana hafa verið þekktir í gegnum tíðina fyrir kynþokkafullann og oft efnislítinn klæðnað en í þessari línu er áherslan á allt önnur.  Umræðan í kjölfar uppsagnar Benedikts páfa og hneykslismál innan kaþólsku kirkjunnar hefur verið áberandi síðustu daga og vikur en D & G hafa óneitanlega fengið enn meiri athygli en ella vegna þess.

images

Rómantískur en jafnframt alvarlegur blær er yfir flíkunum, smáatriðin eru stórfengleg og handavinnan fullkomin.  Dolce & Gabbana halda í  sína sterku suður ítölsku rætur, þessi yfirskrautlegi, glyskenndi stíll, blúndur, gylling og kvenleg silúetta.  Fylgihlutirnir eru ævintýri líkust, kórónur, stórir krossar og barrokk innblásnir skór.  Þeir ráðast svo sannarlega ekki á garðinn þar sem hann lægstur félagarnir.

1361723323221.cached

dolce-and-gabbana-fw-2014-mosaic-women-collection-the-shoes

[fblike style=“standard“ showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“][fbshare type=“button“]

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!