Leiðréttu húðlitinn

Ready to Wear Spring/Summer 2016
View Gallery
4 Photos
Sílikon-primer sem mattar húðina og er frábær grunnur fyrir farða. Græni tónninn leiðréttir rauða tóna og dökka bletti í húðinni og þörfin fyrir þekjandi hyljara og farða verður minni.

Smashbox 6.419
Leiðréttu húðlitinn
Photo Finish Color Correcting Primer

Sílikon-primer sem mattar húðina og er frábær grunnur fyrir farða. Græni tónninn leiðréttir rauða tóna og dökka bletti í húðinni og þörfin fyrir þekjandi hyljara og farða verður minni. Smashbox 6.419

Ný og endurbætt formúla. CC kremin frá L’oreal vinna gegn ýmsum tónum og ójöfnum í húðinni með litaögnum sem springa út við snertingu. Fjólublár vinnur gegn gráum og gulum tónum en sá græni eyðir undirliggjandi eða augljósum roða í húðinni. Bæði kremin gefa jafna og fallega áferð og frísklegan ljóma sem skín í gegn við litaleiðréttinguna.

L’oreal 3.349
Leiðréttu húðlitinn
Nude Magique CC Cream

Ný og endurbætt formúla. CC kremin frá L’oreal vinna gegn ýmsum tónum og ójöfnum í húðinni með litaögnum sem springa út við snertingu. Fjólublár vinnur gegn gráum og gulum tónum en sá græni eyðir undirliggjandi eða augljósum roða í húðinni. Bæði kremin gefa jafna og fallega áferð og frísklegan ljóma sem skín í gegn við litaleiðréttinguna. L’oreal 3.349

Litaleiðréttari í púðurformi sem er notaður yfir farða. Guli tónninn dregur úr roða og gefur jafnt og náttúrulegt yfirbragð. 

M·A·C  4.929
Leiðréttu húðlitinn
CC Colour Correcting Compact

Litaleiðréttari í púðurformi sem er notaður yfir farða. Guli tónninn dregur úr roða og gefur jafnt og náttúrulegt yfirbragð.  M·A·C 4.929

Þunnt krem sem hægt er að nota eitt og sér eða blanda út í rakakrem og farða. Kremið fæst í þremur litum. Hver og einn hefur sinn tilgang og leiðréttir óvelkomna bletti og roða eða annan litamun. Við mælum með því að blanda smá af kreminu út í farða eða CC/BB krem fyrir náttúrulega og jafna áferð. 

Make Up Store 2.495
Leiðréttu húðlitinn
Neutralizer

Þunnt krem sem hægt er að nota eitt og sér eða blanda út í rakakrem og farða. Kremið fæst í þremur litum. Hver og einn hefur sinn tilgang og leiðréttir óvelkomna bletti og roða eða annan litamun. Við mælum með því að blanda smá af kreminu út í farða eða CC/BB krem fyrir náttúrulega og jafna áferð.  Make Up Store 2.495

Reglulega poppa upp trend í förðunarheiminum sem virðast allt ætla að trylla. Það síðasta og sennilega fyrirferðamesta hingað til var „contouring“-trendið en nú hafa litaleiðréttarar verið að skjóta upp kollinum á flestum bloggum og miðlum. Litaleiðrétting er alls ekkert ný þó að hún sé skyndilega að vekja töluverða athygli. Við tökum henni fagnandi þar sem hún er mun klæðilegri en „contouring“. Litaleiðréttingin gengur einfaldlega út á að jafna húðlitinn með notkun lita. Slíkar vörur leynast oft í formi primera, t.d. sílikon-primera, sem eru fullkomnir undir farða eða jafnvel sem CC krem og geta þá í rauninni komið í stað léttra farða. Helsti kosturinn við þessar vörur er að þær leiðrétta en fela ekki og því verður minni þörf fyrir þykka farða og hyljara. Fátt gerir jafn mikið fyrir förðunina og vel undirbúinn grunnur og jöfn áferð. 


litirHvað þýða litirnir?

Það er frekar einföld litafræði á bakvið notkun litaleiðréttara. Þumalputtareglan er sú að hver litur jafni út andstæðulitinn. Sumir hafa þó fleiri en eitt notagildi.

Fjólublár – Best er að nota fjólubláan sem primer eða blanda út í farða til þess að gefa bjart yfirbragð og draga úr þreytueinkennum.

Gulur – Dregur úr og birtir upp dökka bauga og bletti. Hentar einnig vel í kring um nefið og á minniháttar roða.

Grænn – Bestur á rósroða, rauða bletti og bólurnar sem eru eins og viðvörunarljós.

 

Lestu fleiri spennandi greinar í Lífsstíl, tímariti sem við unnum nýlega fyrir Smáralind SMELLTU HÉR

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!