66°Norður X Soulland

Það virðast engin takmörk á góðu gengi íslenska fyrirtækisins 66°Norður!  Ekki er ýkja langt síðan merkið opnaði verslanir sínar í Danmörku, en það hefur á skömmum tíma náð að skipa sér sess í dönsku tískusenunni.

Snemma árs kynnti 66°Norður fyrirhugað samstarf sitt við danska merkið Soulland, en samstarfið var kynnt opinberlega þann 22. september í  Harvey Nichols í London. Samstarfslína 66°Norður og Soulland samanstendur á fjórum jökkum sem byggðir eru á tæknilegustu jökkum 66°norður en með útfærslu danska merkisins Soulland. Jakkarnir munu til dæmis fást í Bloomingdale’s og Harvey Nichols, ásamst fjölda annara verslana erlendis. Einnig mun 66°Norður selja þá í verslunum sínum og jafnframt verða þeir fáanlegir í Geysi sem er söluaðili Soulland á Íslandi.

2

soulland_66north

Soulland kynnti í ágúst síðastliðnum samstarf sitt við Nike SB og fékk mikið lof fyrir. Það er sérstaklega gaman fyrir 66°Norður að fylgja í kjölfar ekki síðra merkis en Nike SB og við hlökkum mikið til að sjá afraksturinn!

 

Smelltu HÉR til að lesa nýjasta tölublað NUDE magazine

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!