5 farðar sem þú verður að prufa!

feat-foundation-makeup

Algengasta spurningin sem ég, og við hjá NUDE, fáum tengist farða. Allir eru í leit að góðum farða og þetta getur vissulega verið frumskógur fyrir suma. Þetta veltur allt á þekju, innihaldi, áferð, húðtýpu og svo framvegis. Farði er oftar en ekki frekar dýr og því mikilvægt að fá ALLTAF prufu af farðanum áður en þú kaupir hann. Þetta mun spara þér peninga í framtíðinni og auðveldar ákvörðun þína áður en þú kaupir farða.

Margir vilja farða sem þekur vel en er þó léttur á húðinni og leyfir henni að anda. Með nútímatækni er þessi ósk að verða að veruleika.

Persónulega kaupi ég farða með miðlungs til fulla þekju því það gerir mér kleift að stjórna þekjunni. Ef ég vil létta þekju einn daginn, get ég þynnt farðann út með rakakremi. Ef ég er með farða með léttri þekju get ég ekki breytt honum yfir í farða með mikla þekju.

Hér að neðan eru nokkrir af bestu förðum við við höfum prufað. Þeir eiga það allir sameiginlegt að búa yfir miðlungs yfir í mikla þekju en líta þó náttúrulega út á húðinni. Þeir eiga það einnig sameiginlegt að endast mjög lengi á húðinni, vera olíulausir og auðvelt fyrir ljósa og jafnframt dökka húð að finna réttan lit.

Beauty Tip: Byrjaðu á því að bera þunnt lag af farða yfir allt andlitið. Farðu svo aðra umferð með farða yfir þau svæði sem þurfa meiri þekju en gættu þess að drekkja ekki andlitinu í farða. Leyfðu þeim svæðum, þar sem húð þín er góð, að njóta sín.

2

 

1. Giorgio Armani Lasting Silk UV Foundation SPF 20

Ég veit að Armani snyrtivörur fást ekki á Íslandi, en ég bara verð! Síðast þegar ég var stödd erlendis kíkti ég í make-over hjá Armani Beauty og var þessi farði notaður á mig. Ég vissi ekki að slík fullkomnun væri til. Ég get stjórnað áferð farðans fullkomlega, frá léttri þekju yfir í mikla þekju (án þess að þurfa að þynna hann út) og hann lítur algjörlega út eins og húð mín. Ekki er verra að farðinn endist allan daginn og inniheldur sólarvörn upp á SPF 20. Það er auðvelt að nálgast Armani snyrtivörur erlendis. Íslendingar ferðast mikið og ég mæli eindregið með því að þið kynnið ykkur þessa línu næst þegar þið eruð erlendis.

Clarins-everlasting-foundation-R360

2. Clarins Everlasting Foundation SPF 15

Ég prufa snyrtivörur sennilega á hverjum degi. Clarins er það merki sem kemur mér alltaf jafn mikið á óvart. Það fer ekki mikið fyrir þessum vörum en það eru eins og klettur í heimi snyrtivaranna. Hver einasta vara gerir það sem hún segist gera, og gott betur! Ég brosti því með sjálfri mér þegar ég prufaði Everlasting farðann frá þeim því hann er bæði léttur, þunnur en veitir fulla þekju. Hann endist virkilega vel, eins og nafnið gefur til kynna, og mæli ég eindregið með því að þið kynnið ykkur farðalínu Clarins í heild sinni. Nokkrar aðrar vörur sem eru í uppáhaldi hér á skrifstofunni eru Clarins Cover Stick og Clarins Instant Light Brush-On Perfector.

3

3. Dior Diorskin Nude Skin-Glowing Foundation SPF 15

Ég þarf sennilega ekki að taka það fram að ég á í ástarsambandi við Dior Nude línuna í heild sinni. Fínleiki hennar gerir förðunina náttúrulegri fyrir vikið. Þessi farði er stórkostlegur þegar ég vil ná fram ,,no-makeup“ útlitinu. Hann býr yfir léttri til miðlungs þekju en tekst einhvernveginn að gera yfirborð húðarinnar svo fallegt og slétt. Hann gefur af sér örlítinn ljóma en ekki of mikinn svo þú virðist ljóma innan frá.

1

4. Lancome Teint Idole Ultra 24H SPF 15

Þetta er ný útgáfa af hinum einstaklega vinsæla Tein Idole Ultra farðanum. Þessi farði lofar okkur að haldast á andliti okkar í sólarhring. Hann gerir það ekki EN hann endist á andlitinu lengur en flestir farðar. Litavalið hjá Lancome er framúrskarandi og hentar öllum húðlitum. Þessi farði er einstaklega náttúrulegur, býr yfir mikilli þekju og er jafnt notaður af konum og karlmönnum sem vilja fallega, lýtalausa húð án þess að það sjáist.

EsteeLauderDoubleWear1

5. Estée Lauder Double Wear SPF 10

Þessi farði er löngu orðinn þekktur fyrir þá miklu þekju sem hann veitir. Þekjan er svo gífurleg að öll lýti sem þú kannt að hafa í andlitinu hverfa. Hinsvegar finnst sumum hann svolítið þungur á húðinni en það venst með tímanum. Yfirleitt nota ég þennan farða við sérstök tilefni þegar ég vil einstaklega lýtalausa húð og get ekki alltaf verið að púðra á mér andlitið. Fyrir daglega notkun kemur þessi einnig í ,,light“ útgáfu, sem myndi þá henta betur.

 ,,No amount of make up can mask an ugly heart.“ – Kevin Aucoin

[fblike style=“standard“ showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“]

[fbshare type=“button“]

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!