Jólaherferð Burberry: stuttmynd um 160 ára sögu fyrirtækisins

Breski tískurisinn Burberry fagnaði 160 ára afmæli sínu á dögunum með því að birta stuttmynd um sögu fyrirtækisins. 

Myndin ber nafnið The Tale of Thomas Burberry eða Saga Thomas Burberry sem stofnaði fyrirtækið árið 1856 þá aðeins 21 árs gamall. Thomas nýtti snilli sína í að búa til efni fyrir breska herinn sem var létt og vatnshelt. Efnið var í búningum breskra hermanna í fyrri heimsstyrjöldinni og er einnig í hinni klassísku Burberry kápu.

Myndinni er leikstýrt af Asif Kapadia sem leikstýrði meðal annars heimildarmyndinni AMY um Amy Winehouse.  Domhnall Gleeson fer með hlutverk Thomas Burberry en myndin skartar einnig Sienna Miller og Lily James.
Þó að myndin sé aðeins 3 mínútur er hún stór góð og við getum aðeins krossað fingur um að mynd í fullri lengd sé í smíðunum.

Smelltu hér til að lesa nýjasta blað NUDE

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!