10 snyrtivörur sem NUDE elskar fyrir sumarið!

f4

Chanel Pre Spring/Summer 2014

Í hverjum mánuði kynnum við okkur nýjustu snyrtivörurnar á markaðnum til þess að lesendur NUDE geti treyst á að fá það besta og ferskasta beint í æð við lestur hvers tölublaðs.

Þessi vinna felur í sér að prufa virkni vörunnar, endingu, áferð ásamt því að prufa óteljandi liti til þess að finna hinn fullkomna lit sem passar í greinar, þar sem við leiðbeinum fólki að ná fram ákveðnu útliti eða stíl. Í þessu ferli rekumst við oft á tíðum á stórkostlegar vörur sem við höldum ekki vatni yfir og finnum okkur nota þessar vörur daglega og nánast erum við ómögulegar án þeirra.

Þessa dagana eru eftirfarandi vörur að fanga hug okkar og hjarta og viljum við deila þeim með lesendum NUDE!

1.ChanelLeVolume

1. Chanel – Le Volume

Án efa einn magnaðasti maskari sem komið hefur á markað. Formúlan er svo auðveld í notkun að ekki þarf að fara margar umferðir til þess að kalla fram fullkomin augnhár og þau haldast krulluð allan daginn. Formúlan er einnig svartari en nóttin og fann ég að ég þurfti einungis hálfa umferð til að ná tilsettum árangri en þegar ég fór heila umferð voru augnhárin mín mögnuð.

Shiseido2

2. Shiseido – Shimmering Cream Eye Color í litunum BR306 og OR313

Eftir að hafa uppgötvað augnskugga Shiseido, bæði í púður- og kremformi, er erfitt að nota annað. Púðuraugnskuggarnir eru eins og smjör viðkomu, ríkir af litarefnum og kremaugnskuggarnir bráðna við hita mannslíkamans og verða að einu með húðinni.
Þessa dagana erum við yfir okkur ástfangnar af tveimur litum í kremaugnskuggalínunni. Þegar við viljum ná útliti Cara Delevingne leitum við á náðir BR306, hinn fullkomni brúni tónn sem hlotið hefur verðlaun fyrir fegurð sína. Seinni liturinn er OR313 og er hann bleik/orange, örlítið út í ljósan bronze-lit. Einn og sér gerir hann augun skærgræn og lífgar upp á allt andlitið. Shiseido kremaugnskuggarnir eru ólíkir öðrum kremaugnskuggum á markaðnum fyrir að vera einstaklega mjúkir, léttir og auðvelt að stjórna hversu sterkur liturinn kemur fram á augnlokinu.

3.ShiseidoFoundationBrush

3. Shiseido Foundation Brush

Við viðurkennum að þegar við sáum fyrst þennan litla, saklausa bursta héldum við að hann myndi gera okkur erfiðara fyrir en hitt þar sem hann var ekki ýkja stór. Við vissum þó að ritstjórar úti í hinum stóra heimi héldu ekki vatni yfir honum svo við ákváðum að prófa. Niðurstaðan gerði okkur orðlausar. Þvílík hugsun á bakvið þennan litla, fallega bursta. Þétt hárin eru skáskorin svo hann fer mjög vel undir augu, í kring um nefið og yfir kinnar og svífur yfir andlitið á skotstundu. Hann dreifir fullkomlega úr farðanum og núna getum við ekki sleppt honum!

dior-diorskin-nude-skin-glowing-makeup-spf-15-profile

4. Dior – Diorskin Nude Skin Glowing Makeup SPF 15

Við höfum alltaf verið hrifnar af Dior en þegar tískuhúsið kom fram með Nude línuna sína kom yfir þá ákveðinn ferskleiki sem við urðum að kanna nánar. Vægt til orða tekið erum við einstaklega hrifnar af Nude línu Dior og er meikið eitt það besta á markaðnum. Það býr yfir miðlungs-þekju sem hægt er að byggja upp, sléttir yfirborð húðarinnar, gefur mjög fágaðan og látlausan ljóma og endist allan daginn. Með þetta meik virðist okkar innri Giselle Bundchen koma fram!

dnude5. Dior – Rouge Dior Nude

Rouge Dior Nude varalitalínan samanstendur af 10 litum. Varalitaformúlan inniheldur innihaldsefni sem næra varirnar og fylla þær ásamt því að gefa þeim fallegan lit. Við ásetningu varalitsins kemur einskonar rakaskot í varirnar og eftir smá tíma verða þær sléttar og fyllri í dágóðan tíma. Með betri varalitaformúlum sem finna má í dag.

clarinslip

6. Clarins – Instant Light Natural Lip Perfector

Alltaf er hægt að treysta á Clarins! Þessi litla túpa fer aldrei úr snyrtiveskjum okkar og sinnir því hlutverki að næra varirnar og gera þær náttúrulega fyllri og sléttari.

truth serum

7. Ole Henriksen – Truth Serum Collagen Booster

Þetta margverðlaunaða serum hefur nú tryggt sér fastan sess í húðumhirðu okkar. Fyrir utan þann unaðslega ilm sem er af því þá þéttir það húðina, veitir henni raka og lýsir upp litamisfellur. Við ætlum að skoða Ole Henriksen ítarlegar!

Dior-Hydralife

8. Dior – Hydra Life Pro-Youth Sorbet Créme

Hydra Life línan frá Dior veitir húðinni hámarksraka án þess að innihalda skaðleg efni eða rotvarnarefni. Þetta krem er yndislegt að bera á húðina og nærir hana án þess að íþyngja henni.

bodyshop-bronzing1

9. The Body Shop – Honey Bronze Bronzing Powder

Það er alltaf veisla að finna snyrtivöru sem er ódýr en jafnframt stórkostlegt. Honey bronzerinn frá The Body Shop er mattur, náttúrulegur og kemur í nokkrum mismunandi litum. Erfitt er að setja of mikið af honum framan í sig þar sem formúlan er létt og mild og er niðurstaðan því einstaklega náttúruleg.

StylishBrow-Veluxe_2457306a

10. MAC – Veluxe Brow Liner

Þessi nýji augabrúnablýantur frá MAC er einn sá allra besti. Hann flýgur hreinlega yfir augabrúnirnar og gerir þær þéttar og fallegar á nokkrum sekúndum.

 

[fblike style=“standard“ showfaces=“false“ width=“450″ verb=“like“ font=“arial“]

[fbshare type=“button“]

No Comments Yet

Comments are closed

 

LET'S GET SOCIAL!